• Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

14.6.2019

Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn

Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur laugardaginn þann 15.júní á Femøren, Amager Strandpark

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. ☀️

13.00 Formaður ÍFK setur hátíðina.

13.30 Sendiherra Íslands flytur ávarp.

13.45 Fjallkonan flytur ljóð, einnig nokkur orð um íslenska tungu.

14.00 Jón Víðis töframaður sýnir töfrabrögð eins og honum einum er lagið.

15.00 Þjóðhátíðarstemning - Arnar Hrafn Árnason syngur og spilar á gítar.

​Kaka í boði Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn og sælgæti frá sælgætisgerðinni Góu.

17.00 Hátíðinni lýkur.


Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars íslensk tónlist. Þar að auki verða hoppupúðar, andlitsmálun, töframaður, fánar og önnur skemmtun fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu ýmsu góðgæti, SS-pylsum, íslensku sælgæti og drykkjum.
(Ath, tökum mobilepay & reiðufé EKKI greiðslukortum)

Stjórn Íslendingafélagsins hlakkar til þess að sjá ykkur öll í sólskinsskapi þann 15. júní á Femøren!

Íslendingafélagið þakkar Icelandair, sælgætisgerðinni Góu og SS kærlega fyrir veittan stuðning við framkvæmd hátíðarinnar.