29.1.2025

Tilnefning til verðlauna Jóns Sigurðssonar

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar óskar eftir tilnefningum til verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta, sem eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Íslands og Íslendinga. Verðlaunin eru afhent á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta ár hvert.

Samkvæmt 18. gr. reglna um hús Jóns Sigurðssonar skulu verðlaunin veitt einstaklingum og félagasamtökum fyrir framlag sem eflir tengsl Íslands og Danmerkur og tengist hugsjónum og/eða störfum Jóns Sigurðssonar. Slíkt framlag getur jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, vísinda, mennta- eða menningarmála. Verðlaununum er ætlað að vera viðurkenning fyrir þegar unnið framlag og/eða hvatning til góðra verka.

Tilnefningar óskast sendar á netfangið [email protected] fyrir 30. janúar nk.

Eftirtalin hafa hlotið verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008:

  • 2024: Birgir Thor Møller, kvikmyndafræðimgur og menningarmiðlari
  • 2023: Herdís Steingrímsdóttir hagfræðingur
  • 2022: Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur
  • 2021: Auður Hauksdóttir, prófessors emerita
  • 2020: Böðvar Guðmundsson, rithöfundur. ljóðskáld, leikskáld og fv. kennari
  • 2019: Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fv. kennari
  • 2018: Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður
  • 2017: Annette Lassen rannsóknardósent
  • 2016: Dansk-Islandsk samfund
  • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri
  • 2014 Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson,sellóleikari
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur