23.11.2023

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2024

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2024. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 56 gildar umsóknir. Fræðimenn sem fá úthlutun eru eftirtalin:

 • Ásgeir Haraldsson, til að vinna verkefni um bólusetningu barna eftir krabbameinsmeðferð og faglegt samstarf barnadeildar Rigshospitalet.
 • Bjarni Snæbjörn Jónsson, til að vinna að samanburðarrannsókn um mótun og eftirfylgni aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
 • Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, til að vinna sérskrá um íslensk handrit með nótum.
 • Halla Helgadóttir, til að vinna að hagnýtri rannsókn og yfirfærslu þekkingar á sviði hönnunar og arkitektúrs.
 • Heiðar Kári Rannversson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Etnoæstetik - Grænlensk samtímalist í Listasafni Íslands 2025“.
 • Illugi Jökulsson, til að vinna verkefni um Skaftárelda og móðuharðindi.
 • Jón Kristinn Einarsson til að vinna verkefni um afnám þrælaverslunar í danska heimsveldinu.
 • Kesara Margrét Jónsson, til að vinna verkefni um smásjártækni í lífvísindum.
 • Kristín Bragadóttir, til að vinna rannsókn um Menntun íslenskra stúlkna í heimilisstörfum í Kaupmannahöfn á 19. og 20. öld.
 • Kristín Svavarsdóttir, til að vinna verkefni um upphaf vistheimtar á Íslandi.
 • Orri Jónsson, til að vinna verkefni um skapandi heim Jóhanns Jóhannssonar.
 • Páll Þórhallsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Hlutverk forsætisráðuneytis á viðsjárverðum tímum“.
 • Tyrfingur Tyrfingsson, til að vinna verkefni um Jörund hundadagakonung.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs.