10.12.2025

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2026

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2026. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 40 gildar umsóknir.

Fræðimenn sem fá úthlutun eru:

  • Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarsson; til að vinna annars vegar að verkefni um samtímahönnun og hins vegar verkefni sem ber heitið „Var Jevgení Ónegín þekktur í Kaupmannahöfn samtíma síns?“.
  • Guðrún Hálfdánardóttir; til að vinna verkefni sem ber heitið „Betrun. Íslenskir fangar í dönskum tugthúsum á átjándu og nítjándu öld“.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson; til að vinna að rannsókn á þróun íslenskrar og danskrar vinnulöggjafar í 90 ár, 1938–2028.
  • Halldór Kr. Júlíusson; til að rannsaka höfðaletur í ljósi áritunarfræði.
  • María Sigríður Guðjónsdóttir; til að vinna verkefni um samþættingu jarðhitanýtingar við vetnisframleiðslu.
  • Ólöf Guðný Geirsdóttir; til að vinna verkefni sem ber heitið „SIMPLER næringarmeðferð fyrir aldraða“.
  • Skúli Björn Gunnarsson; til að vinna verkefni um kveðskap Gunnars Gunnarssonar og sönglög við kvæði hans.
  • Thomas Barry; til að vinna verkefni sem ber heitið „Circumpolar Biodiversity and Ecosystem Monitoring & the Arctic Biodiversity Leadership Forum“.
  • Þórður Arason; til að vinna verkefni um mælingar á segulsviðinu við Ísland um borð í dönskum skipum á 18. og 19. öld.
  • Völundur Óskarsson; til að vinna verkefni um íslenska Kína- og Indíafara á 18. öld.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Sigrún Helga Lund, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri samskipta- og alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.

Deila