4.11.2025

Viðburðir í nóvember

 Eitthvað fyrir alla.

Opnun sýningar, Garnaflækjan, Aðalfundur Íslendingafélagsins, Pup - quiz, ferð á Arken, jólatónleikar Jólastund, hörpu og fiðlu tónleikar, Einar Már, félagsvist, jólabingó, jólabjórsmökkun. Fyrsta sunnudag í aðventu verður aðventustund í Esajas kirkju eftir stundina verður boðið í heitt súkkulaði í Jónshúsi. 


Opnun sýningar Hrafnhildar Njálsdóttur
Laugardagur 1. nóvember kl. 15.00 - 18.00

539132647_3178385138986844_7935044836854669757_n

Allir velkomnir

Sýningin er sölusýning og er opin á opnunartíma Jónshúss út nóvember.


GARNAFLÆKJAN 

Þriðjudagur 4. nóvember kl. 18.30


566228790_10161696000371161_269259280273558099_nÁ nóvember garnaflækjuni munum við bjóða velkomna Höllu Ben prjónasnilling með meiru. Hún mun halda spennandi örnámskeið í að lykkja saman undir höndum.

Viðburður


Föstudagur 7. nóvember kl. 17.30
AÐALFUNDUR ÍSLENDINGAFÉLAGSINS

Nánari upplýsingar hér.

Föstudagur 7. nóvember kl. 20.00

PUP QUIZ með jólaþema.

549370451_1118153030524693_646318766119534341_n

Skráning og nánari upplýsinar hér.


FERÐ Á ARKEN
Miðvikudagur 12. nóvember. 

Lagt að stað frá Nörrebort kl. 13.

557600108_1199990845485175_2761051757338835590_n

Nánari upplýsingar hér.


ÍSLENSKIR JÓLATÓNLEIKAR Í CHRISTIANSBORG SLOTSKIRKE
Laugardagur 22. nóvember kl. 12.30 og 16.00


572977731_10162440747821173_3564112628167072373_n
Íslensku kórarnir í Kaupmannahöfn – Dóttir, Hafnarbræður, Eyja og Staka – halda hátíðlega jólatónleika í Christiansborg Slotskirke með sérstöku leyfi Konungsfjölskyldunnar og í samstarfi við Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
Um það bil 100 söngvarar sameina krafta sína og flyta íslenska og danska jólasálma, íslensk þjóðlög og fallegar jólaperlur í einstöku rými.

Jólatónleikar kóranna

Miðasala tónleikar  kl. 12.30 hér.

Miðsala tónleikar kl. 16.00 hér.


TÖFRANDI JÓLASTUNDIR MEÐ JÖNU MARÍU
Sunnudagur 23. nóvember kl. 11.00

Jolastundir.jpg

Aðgangur ókeypis skráning nauðsynleg hér.


Sunnudagur 23. nóvember kl. 15.00

Fram fyrir sólina er yfirskrift tónleika þar sem frumflutt verður samnefnt verk. Það eru fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir og hörpuleikarinn Elísabet Waage sem leika þessa nýju tónsmíð sem Daninn Hans-Henrik Nordström samdi fyrir þær. 

Innblástur verksins er þegar Venus fór fram fyrir sólina árið 2004. Auk þessa glænýja verks mun dúóið flytja Íslenska svítu Jórunnar Viðar sem samið var á þjóðhátíðarárinu 1974. 

Einnig leika þær Svipbrigði Kolbeins Bjarnasonar sem hann skrifaði fyrir þær 2024. Þar er svipbrigðum í frönskum barokkteikningum lýst í tónum.

Einnig munu hljóma nokkur íslensk sönglög og þjóðlög útsett fyrir dúóið af Tryggva Baldvinssyni.


EINAR MÁR Í JÓNSHÚSI
Þriðjudagur 25. nóvember kl. 19.30

536276322_1212446824239577_1452559182901691000_n

Einar Már Guðmundsson rithöfundur kynnir glænýja bók í Jónshúsi þriðjudaginn 25. nóvember.

ALLT FRÁ HATTI ONÍ SKÓ
Saga sem dansar á mörkum minninga og skáldskapar: Haustið 1979 heldur Haraldur til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða skáld. Á vegi hans verða ótal skrautlegar persónur, ný viðhorf, skáldskapur og tónlist, allt umleikið órólegum anda níunda áratugarins þegar allt breyttist – og til varð nýtt skáld. Litrík saga úr frjóum sagnaheimi Einars Más.
Aðgangur ókeypisSkráning nauðsynleg hér

ICELANDAIR FÉLAGSVIST 
Föstudagur 28. nóvember kl. 19.00


560178555_1214005127417080_3783731609777939159_n

Verið velkomin á Icelandair félagsvist.

Allir geta spilað félagsvist.Skráning og nánari upplýsingar hér.

JÓLABINGÓ  Í JÓNSHÚSI
Laugardagur 29. nóvember kl. 11.00 og 13.30


562068665_1143384734668189_5919750148704015475_n

Nánari upplýingar og miðasla hér.

JÓLABJÓRSMÖKKUN HAFNARBRÆÐRA
Laugardagur 29. nóvember kl. 19.00

290292229_532211625195110_9215289152319916978_n
Miðasala og nánari upplýsingar hér. 


FJÖLSKYLDUKIRKJA Í ESAJAS KIRKJU 

OG HEITT SÚKKULAÐI Í JÓNSHÚSI 
Sunnudaginn 30. nóvember á fyrsta degi aðventu

576529649_1130166035975936_2601643427757333440_n

Nánari upplýsingar hér.