4.5.2016

Vinnustofa í samningartækni

Berð þú ábyrgð á samningaviðræðum og samingagerð í þínu fyrirtæki? Þá er þessi vinnustofa spennandi fyrir þig, hvort sem þú ert stjórnandi, starfsmaður eða í sjálfstæðum rekstri!

Vinnustofan mun hafa áherslu á svokölluð ”soft skills”, eða  sem oft vilja gleymast þegar áhersla er lögð á að kenna viðskipti. Þessi ”soft skills” eru hins vegar nauðsynleg ef fólk vill ná settum árangri þar sem samningaviðræður milli aðila og fyrirtækja er næstum dagleg.

Í vinnustofunni munu þátttakendur læra að þróa með sér hæfni og þekkingu á sviði samningaviðræðna og byggja upp sinn eigin stíl. Grunnatriði samningaviðræðna verða tekin fyrir ásamt kennslu í hvernig best sé að undirbúa sig persónulega.

Líkamstjáning og skilningur á henni hefur mikið að segja um árangur í samningagerð, og mun vinnustofan fjalla um hvernig þátttakendur geta nýtt sér þessa þekkingu til þess að ná þeim niðurstöðum sem þeir ætla sér.

Leiðbeinandi:
Aldis G. Sigurdardottir mun leiða vinnustofuna. Hún er í Doktorsnámi, ásamt að kenna, í Háskólanum í Reykjavík, og hefur gríðarlega reynslu með samningatækni og viðræður. Í doktorsnámi sínu rannsakar Aldís hegðun fólks í samningaviðræðum og hvaða hegðun leiðir til bestu niðurstöðu fyrir fyrirtækið. Aldís hefur kennt fjölbreytt efni innan viðskiptafræðinar í hinum ýmsu löndum innan Evrópu eins og Austurríki, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi.


Verð: DKK 1000
AThugið vinnustofan fer from á ensku.

Nánar um viðburðinn og skráing, hér.