6.8.2021

„Vinur minn“ er sýning með kærum vinum sem vinna með vinahugtakið.

„Vinur minn“ er sýning með kærum vinum sem vinna með vinahugtakið.

Guðni Már Henningsson og Steinunn Helga Sigurðardóttir, hafa verið nánir vinir í yfir 30 ár.

Það var ekki erfitt að ákveða nafn á sýninguna þó svo að þau sýni hvort sitt myndefnið og túlkun á því sama. En það að þau eru vinir, tengir verkin líka inn á vinahugtakið eins og sjá má.

Guðni Már tileinkar verkin sín vini sínum Nicolas Fernando Samarin Rufino. Sá er gamall betlari sem hefur tekið jafnmiklu ástfóstri við Römbluna og Guðni Már, á meðan Steinunn Helga upplifir sig í náinni tenginu við allt líf, bæði jarðneskt og out of space. Þannig að vinaróðurinn er gegnum gangandi þema sýningarinnar.

Guðni Már starfaði lengst af sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Fyrir um tíu árum tók hann upp á því að mála myndir. Sýningar hans eru orðnar átján talsins. Guðni Már býr nú í Santa Cruz de Tenerife. Þar málar hann en ljósmyndun er hægt og sígandi að taka framúr málaralistinni. Ljósmyndir hans eru minimalískar og teknar á gamlan farsíma. Við það verða myndirnar hráar og öðruvísi.

 

 

Á sýningunni „Vinur minn“ sýnir Guðni ljósmyndir teknar á Rambla de Santa Cruz. Við þá götu hefur hann tekið ástfóstri. Á götukaffisölunni Kiosco la Paz sem er við friðartorgið Plaza la Paz á Römblu hefur hann einokað borð eitt þar sem sólin skín einna lengst. Hér í Jónshúsi sýnir Guðni Már ljósmyndir sem hann tók yfir nokkur misseri á Römblunni sinni.

 

Steinunn Helga útskrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og skipulagt myndlistarsýningar fyrir listasöfn, myndlistamenn og galleri. Innblásturinn í verk Steinunnar á sýningunni „Vinur minn“ er náttúran og geimurinn. Hið innra ljós sem skín frá öllum lífverum á jörðinni og utan jarðarinnar. Þegar Steinunn málar, málar hún það sem augu fólks sjá ekki, heldur það sem hún skynjar. Nánari upplýsingar um Steinunni er hægt að sjá á heimasíðunni hennar steinunnhelga.com. 

 

 

Allir velkomnir  - nánari upplýsingar hér.