Listsýningar 2023

Fimm sýningar voru haldnar árið 2023

 Október

Samsýning Kvenna Listavefur

 Listakonurnar sem kalla sig Kvenna Listavefur eru: Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Svíþjóð, Lind Draumland Völundardóttir, Ísland, Lilja Björk Egilsdóttir, Holland, Hulda Leifsdóttir, Finnland og Steinunn Helga Sigurðardóttir, Danmörk. Héldu sýna aðra samsýningu í Jónshúsi. Formleg opnun var föstudaginn 13. október.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.
Nánar um listakonurnar hér.


September

Gígí Gígja, Líf.

Laugardaginn 9. september var formleg opnun sýningar Gígí Gígju ”Líf”. Myndir hennar eru málaðar með olíu á striga. Gígi Gígja er sjálfmentuð listakona sem ólst upp í Reykjavík á sjöunda áratugnum, en hefur um langt skeið búið í Kaupmannahöfn. Á sýningu hennar „Líf“ má finna blöndu af blómalífi, dýralífi, og fólki í augnhæð, þar sem lífinu er lifað.

Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna hér.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.


Maí

Hugi Gumundsson, ”…..og andi ljósið”

"...og andi ljósið" er fyrsta myndlistasýning Huga Guðmundssonar, tónskálds. Titillinn er á færeysku og er úr ljóði Tórodds Poulsen "tá myrkrið køvir" sem Hugi hefur jafnframt samið kórverk við.

Myndirnar sem Hugi sýndi voru úr ljósmyndum af ljósendurvarpi og eru hluti af rannsóknarvinnu fyrir stærra hljóð- og ljósinnsetningarverka sem Hugi er að vinna og fékk til þess styrk frá danska tónskáldafélaginu.
Opnunin var jafnframt útgáfuhóf fyrir nýjustu plötu Huga með verðlaunaverkinu "The Gospel of Mary".

Hér má sjá myndir frá opnuninni.

Nánar um listamanninn hér.


Apríl

 

María Kristín H. Antonsdóttir, Ummerki. Sjáanleg Spor.

Fyrsta 1.apríl var formleg opnun sýningar Maríu Kristína, Ummerki. Sjáanleg Spor. Á sýningunni voru nýjustu verk Maríu. Þau eru gerð með svokallaðri koparþrykk aðferð þar sem María vinnur með efnið á óhefðbundinn hátt. Í gegn um listina, skoðar María hvernig bæði náttúra og samfélag hefur áhrif á sjálfsmynd og öfugt. Hún vinnur ekki í einum miðli, en hefur m.a. unnið með gjörninga, ljósmyndir, myndskeið, texta og hljóð.

 

Nánar um listakonuna hér.

Hér má sjá myndir frá opnuninni.


Febrúar

Eydís Ingimundardóttir, Fallkonan.

Laugardaginn 25. febrúar var formleg opnun sýningar Eydísar Ingimundardóttur ”Fjallkonur". Verkin eru túlkun Eydísar á ímynd Fjallkonunnar og íslenskra fjalla. Fjöldi fólks lagði leið sína í Jónshús. 


Hér má sjá myndir frá opnuninni.