• Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2011 afhent.
    Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2011
    Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhendir Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2011 frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Frú Vigdís Finnbogadóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta 2011

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011. Í forsetatíð sinni efldi hún og styrkti vináttu milli Íslands og Danmerkursem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn kvenréttindadaginn 19. júní 2011. Jóhanna Sigurðardóttir flutti hátíðarræðu við þetta tilefni og Sólveig Pétursdóttir, formaður undirbúningsnefndar afmælis Jóns Sigurðssonar, kynnti margmiðlunarsýningu sem gerð er í tilefni 200 ára afmælisársins.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011 hlýtur frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í forsetatíð sinni efldi hún og styrkti vináttu milli Íslands og Danmerkursem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna. Forusta hennar í stjórn sjóðsins Den Nordatlantiske Brygge tryggði endurbyggingu „Bryggjunnar“ þar sem síðan hefur verið haldið á loft menningu Íslands í Kaupmannahöfn. Fyrir það hlýtur Vigdís Finnbogadóttir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011.

Verðlaunin hafa áður hlotið:
2010: Søren Langvad byggingarverkfræðingur.
2009: Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur.
2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag, kvenréttindadaginn 19. júní 2011. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.