Viðburðir

júlí 2025

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
    1
þriðjudagur
2
miðvikudagur
3
fimmtudagur
4
föstudagur
5
laugardagur
6
sunnudagur
7
mánudagur
8
þriðjudagur
9
miðvikudagur
10
fimmtudagur
11
föstudagur
12
laugardagur
13
sunnudagur
14
mánudagur
15
þriðjudagur
16
miðvikudagur
17
fimmtudagur
18
föstudagur
19
laugardagur
20
sunnudagur
21
mánudagur
22
þriðjudagur
23
miðvikudagur
24
fimmtudagur
25
föstudagur
26
laugardagur
27
sunnudagur
28
mánudagur
29
þriðjudagur
30
miðvikudagur
31
fimmtudagur
   

Álfar, huldufólk og tröll og áhrif þeirra á íslenskt samfélag, menningu og listir.

  • 30.3.2025, 15:00 - 17:00, 1. hæð: Salur

 Fyrirlestur og spjall. Kvennakórinn Dóttir syngur lög með álfaþema og Jónshús býður upp í kaffi og vöfflur á eftir.
Sunnudaginn 30. mars kl. 15 - 17. 
Allir velkomnir 
Aðgangur ókeypis

 

Álfar, huldufólk og tröll og áhrif þeirra á íslenskt samfélag, menningu og listir. Fyrirlestur og spjall. Kvennakórinn Dóttir syngur lög með álfaþema og Jónshús býður upp í kaffi og vöfflur á eftir.

Ljósmyndarinn og kvikmyndagerðakonan Inga Lísa Middleton mun fjalla um hvernig sagnir og sögur af huldufólki og álfa hafa haft áhrif á íslenskt samfélag, menningu og listir í gegnum aldirnar. Hún mun taka dæmi um hvernig þessi mikilvægi menningararfur hefur haldið áfram að hvetja Íslendinga til athafna, þ.á.m. í sjálfstæðisbaráttunni, og til sköpunar allt til dagsins í dag.

Þessi fyrirlestur var haldinn á þingi um um Huldufólk og Álfa í heimabyggð í menningarhúsinu Hofi á Akureyri síðastliðið vor.
En hvað um nútímafrásagnir og reynslu af huldufólkinu? Hvernig geta þau mótað íslenskt samfélag og menningu í dag og til framtíðar? Inga Lísa mun spyrja garðyrkjufræðinginn, „sjáandann“ og álfahvíslarann, Bryndísi Fjólu Pétursdóttur þessara spurninga og hvernig skapandi fólk og almenningur almennt getur lært að hlusta á náttúruna og skynja hana sér til gagns, hvernig viska hinna huldu heima og íbúa hennar getur veitt innblástur og lausnir til að takast á við brýn vandamál líðandi stundar eins og loftslagsvána.

Ingu Lísu og Bryndísi Fjólu var boðið að halda þennan fyrirlestur í sendiráði íslands í London í janúar 2025.
Nánari upplýsingar um Ingu Lísu hér.
Nánari upplýsingar um Bryndísi Fjólu hér.