Fréttabréf Jónshúss 3. desember 2019

Jóladjazz í Jónshúsi, aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirkju og heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í Jónshúsi.

Föstudaginn 6. desember kl. 20.00

Jóladjazz í Jónshúsi

Íslensku djazzsöngkonurnar Stína Ágústsdóttir og Marína Ósk hafa fléttað saman djazzlykkjur sínar og galdrað fram norrænt jólagull.

Í samstarfi við gítarleikarann Mikael Mána Ásmundsson hafa þær útsett og samið íslenska texta við jólalög frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Útsetningarnar eru hlustendavænar, hugljúfar og fallegar og draga fram tilfinningu hins norræna veturs á lýsandi og passandi hátt. Í ágúst voru 10 lög tekin upp á plötu og nú skal þessari nýju jólaplötu, sem heitir “Hjörtun okkar jóla”, fagnað með tónleikum í Jónshúsi. Öll lögin tíu verða leikin auk nokkurra vel valdra vetrargeimsteina.


Jóladjazz

Verð á tónleikana er 120 kr. Miðasala er hér,  auk þess verður hægt að kaupa miða við innganginn í Jónshúsi.

Nánari upplýsingar um söngkonurnar hér.


Sunnudaginn 8. desember kl. 14:00

Aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirkju

Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur og flytur helgileik. Hafnarbræður syngja undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur, sem einnig er stjórnandi barnakórsins. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur heimsækir okkur og flytur hugleiðingu.


Að lokninni aðvetntuhátíðinni í kirkjunni verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í Jónshúsi. 

Allir velkomnir