Fréttabréf Jónshúss

Mömmumorgun, Fræðimaður segir frá og opnun sýningar á

Norðurbryggju.

Starfsemin í Jónshúsi er komin á fullt eftir sumarfrí.


Fimmtudagur 31. ágúst klukkan 11:00 - 14:00

Mömmumorgunn

Alla fimmtudaga hittast verðandi mæður, mæður í fæðingarorlofi og heimavinnandi mæður með litlu krílin sín í Jónshúsi. Hægt er koma með vagnana inn. Aðgangur ókeypis, boðið er upp á svart kaffi.
Nánar um viðburðinn hér. 

Fimmtudagur 31. ágúst klukkan 17:15 - 18:30

Fræðimaður segir frá; Votplötur á tölvuöld

Hörður Geirsson fræðimaður í Jónshúsi og ljósmyndasérfræðingur, ætlar að segja frá fyrstu ljósmyndurum á Íslandi (1858 -1880) og hvernig elstu ljósmyndaaðferðirnar sköpuðu myndir sem varðveist hafa frá þessum tíma.

Nánar um viðburðinn hér. 


SuperBlack opnun sýngar

Jónshús vekur athygli á opnun sýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, SuperBlack, sem fram fer á Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) og í anddyri sendiráðs Íslands 1. september frá kl. 16-18.
Benedikt Jónsson sendiherra mun flytja opnunarræðuna, en sýningin er unnin í samvinnu við sendiráðið. 

Nánar um sýninguna hér.

Allir eru velkomnir,