Fréttabréf 30. mars 2022
Fjölbreytt dagskrá framundan; m.a. bíósýning, Garnaflækjan, formleg opnun sýningar og páskabingó.
Bíósýning: Stella í Orlofi
Föstudaginn 1. apríl
Húsið opnar kl. 17.30 og sýning hefst kl. 18.
Einstakt tækifæri til þess á sjá stórmyndina Stella í Orlofi á hvíta tjaldinu. Miðaverð er aðeins 50 dkr og hægt er að kaupa popp og kók og aðrar léttar veitingar gegn vægu gjaldi.
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.
Ekki missa af þessu
Fjáröflun Kvennakórins íKaupmannahöfn.
Garnaflækjan
Þriðjudaginn 5. apríl
Klukkan kl. 18.30 – 21.30.
Prjónakaffi með prjónahönnuðinum og garnframleiðandanum Thelmu Steimann sem ætlar að sýna og segja frá því sem hún er að fást við. Allt handavinnufólk velkomið.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.
Viðburðinn fer fram á íslensku.
Kaffi/vínglas og kaka 30 krónur.
Endilega tilkynnið þátttöku hér, til að kökusneiðin værði örugglega hæfilega stór.
Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.
Formleg opnun sýningar Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur; „Hringir“
Föstudaginn 8. apríl kl. 17:30 – 19:30.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hringir í Jónshúsi.

Grafíski hönnuðurinn og ljósmyndarinn Íris Ösp sýnir ljósmyndaverk úr náttúru Íslands. Jafnframt verður útgáfu samnefndrar bókar fagnað.
Ljósmyndaröðin Hringir fjallar um hið smáa í náttúrunni. Rýnt er í smáatriði í jörðinni sem fæstir veita eftirtekt, svo sem hrúðurkarla, trjábörk og mynstur í skófum. Myndefnið er stækkað upp og þannig fær áhorfandinn tækifæri til að kynnast lífinu undir fótum sínum á nýjan hátt. Mynstur og áferðir sem oftast hverfa undir skósóla eru blásin upp og koma áhorfendum þannig á óvart.
Nánar um sýninguna og listamanninn hér.
Páskabingó Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í boði Icefood í Jónshúsi
Sunnudaginn 10. apríl kl. 14 – 16.
Nánar um viðburðinn hér.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022-2023.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu 23. ágúst 2022 til 22. ágúst 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um fræðimannsíbúðir er að finna á vef Jónshúss.