Gleðilega páska

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl fræðimanns í Jónshúsi, sýningin Hugsað heim, guðsþjónusta og íslenskt kaffihlaðborð.

Íslensk hátíðarguðsþjónusta verður annan páskadag 2. apríl kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. 

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. 
Barn borið til skírnar. 
Hanna Loftsdóttir leikur á Selló. 
Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir.
Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Íslenskt kaffihlaðborð klukkan 15:00 - 16:30.

Jónshús er staðurinn til að sýna sig og sjá aðra.  Íslenskt kaffihlaðborð með brauðtertum og hnallþórum að hætti Kvennakórsins.

Maranges

Fullorðnir 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára. 

Hugsað heim

Frá því í haust hefur sýning Ingu Lísu Middelton, Hugsað heim, prýtt veggina í Jónshúsi. Nú fer að líða að því að sýningin verði tekin niður, nánar tiltekið þann 15. apríl næstkomandi. Myndirnar hafa vakið mikinn áhuga, enda bæði fallegar og skemmtilegar. 

Nú er sem sagt síðasta tækifæri til að koma í Jónshús og skoða eða jafnvel kaupa mynd. Unnt er að fá myndirnar í ýmsum stærðum. 

Nánar um sýninga og listamanninn hér.

Inga Lísa

 Hér eru myndir frá opnun sýningarinnar.


Ath. að Jónshús er lokað föstudaginn langa og páskadag.

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl fræðimanns í Jónshúsi árið 2018 - 2019

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 29. ágúst 2018 til 27. ágúst 2019. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna hér.