Gleðilegt ár!

Starfseminn í Jónshúsi er komin á fullt eftir jólafrí. 

Starfseminn í Jónshúsi er komin á fullt eftir jólafrí

Í hverri viku eru kóræfingar á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. AL-Anon fundir eru á þriðjudagskvöldum og mömmumorgnar á fimmtudögum. Á laugardögum er Íslenskuskólinn og á sunnudögum eru AA- fundir. 

Auk þessa eru bæði bókasafnið og safnið um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu opin alla daga nema mánudaga. 


Sunnudaginn 22. janúar klukkan 13:00 til 14:00

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskoli22jan

Nánari upplýsingar er að finna hér.


Halla og Hrannar ganga um Kaupmannahöfn, taka myndir og segja sögur

Í febrúar 2016 gengum við hjónin á slóðir Jóns Sigurðssonar. Vorum nýflutt í Jónshús og fannst viðeigandi að kynna okkur aðstæður sjálfstæðishetjunnar. Settum myndir á facebook og skrifuðum smá texta. Jónsgöngurnar urðu alls þrjár. Okkur fannst þetta skemmtilegt, svo við ákváðum að nema ekki staðar við Jón, heldur halda áfram að ganga um hverfi borgarinnar, skoða byggingar og garða og fræðast um söguna. Í lok ársins höfðum við farið í tólf göngur. Ansi margir hafa fylgst með og virðast hafa gaman af. Sem hefur komið okkur skemmtilega á óvart. Markmiðið er halda áfram árið 2017, finna ný viðfangsefni, og reyna að ná göngu í hverjum mánuði. 

Hér er yfirlit yfir göngurnar tólf sem við fórum í árið 2016.

Bestu kveðjur,

Halla og Hrannar