Fréttir og tilkynningar (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

Spilavist

20.2.2018 : Félagsvist

Næsta ICELANDAIR-vist (félagsvistin), verður á föstudagskvöldið 23. febrúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.

Lesa meira

15.2.2018 : Sunnudagaskólinn í Jónshúsi

Eitt af föstum liðum sem eru á dagskrá  Jónshúss er Sunnudagaskólinn. Það eru þær stöllur Ásta, Katrín og Sóla sem standa að sunnudagaskólanum í samstarfi við íslenska prestinn í Danmörku sr. Ágúst Einarsson

Næst er sunnudagaskóli sunnudaginn 18.febrúar kl. 13:00.

Lesa meira
Foreldramorgunn

30.1.2018 : Foreldramorgunn í Jónshúsi

Mömmumorgunn fær nýtt nafn og heitir nú Foreldramorgunn í Jónshúsi.

Lesa meira
Spilavist

24.1.2018 : ICELANDAIR-vist (félagsvist)

Verður á föstudagskvöldið 26. janúar, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.

Lesa meira
Bókasafn

10.1.2018 : Bókasafnið

Nú er búið að skrá allar bækurnar sem til eru í Jónshúsi og eru þær alls 8739 bækur.

Flestar bækurnar er að finna á bókasafninu sem er staðsett í kjallara hússins. Þar er að finna gott úrval af gömlum og nýjum bókum. 

Hér er hægt að skoða hvaða bækur eru til og hvar þær eru að finna í húsinu. 

Lesa meira

7.1.2018 : DANSK - ISLANDSK FOND

Auglýsir eftir umsóknum 

Markmið sjóðsins er að styrkja tengingu milli Danmerkur og Íslands. Þeir sem hafa hug á að sækja um geta óskað eftir umsóknareyðublaði með því að senda póst á [email protected] .

 

Lesa meira
Sunnudaskóli 7. jan

5.1.2018 : Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 7. janúar kl. 13:00. 

Sunnudagaskólinn hefur verið vel sóttur það sem af er vetri.

Í Sunnudagaskólanum heyra börnin m.a. sögu, syngja og eitt og annað skemmtilegt er á dagskrá. 

Lesa meira
Annnáll 2017

31.12.2017 : Gleðilegt ár!

Viðburðarríkt ár er senn að renna skeið sitt á enda.  Starfsemin í húsinu hefur verið öflug og fjölmargir komu í heimsókn á árinu, einu sinni eða oftar. Hér er stiklað á stóru.

Lesa meira
Guðsþjónusta

26.12.2017 : Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta verður annan jóladag 26. desember kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju.  

Jólakórinn leiðir söng undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur.

Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar.

Orgelleikur: Stefán Arason.

Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Lesa meira

22.12.2017 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 31 verkefni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:  

Lesa meira

12.12.2017 : Jólastund með Stöku í kvöld

Kvöldið sem fyrsti jólasveinn Stekkjastaur kom til byggða. Jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn verða í sviðsljósinu á meðan þið hin sötrið hinar einStöku heimagerðu Stöku – glögg og raðið í ykkur heitum eplaskífum sem hægt verður að kaupa á mjög hagstæðu verði.

 Staka kemur ykkur í hið sér íslenska jólaskap í Jónshúsi í kvöld kl. 19:30 – 21:30.

 Allir velkomnir

Aðventustund 2017

5.12.2017 : Aðventuhátíð

Í dag klukkan 14:00.

Aðventuhátíð  í Skt Pauls kirkju.
Fjölbreytt jólaleg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.


Hugvekju flytur Helga Soffía Konráðsdottir prófastur í Reykjavík.
Ágúst Einarsson stýrir samkomunni.

Heitt súkkulaði í boði í Jónshúsi eftir aðventuhátíðina.

 

Lesa meira

30.11.2017 : Jólamarkaður

Hinn árlegi íslenski jólamarkaður í Jónshúsi verður haldinn sunnudaginn 3.desember, frá  klukkan 13:00  til 17:00.

Eitt og annað íslenskt verður á boðstólnum.

Kvennakórinn verður með veitingasölu.

Hér er yfirlit yfir þá sem taka þátt næsta sunnudag.

Lesa meira

20.11.2017 : Kvennakórinn Dóttir

Heldur vetrartónleika með jólaívafi þann 23. nóvember kl:18 á Nordatlantens Brygge. 

Lesa meira
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

2.11.2017 : Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn fagnar 20 ára afmæli

Það er alltaf stuð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldum. Þegar 20 konur í Íslenska Kvennakórnum æfa undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Í ár á kórinn stórafmæli.

Kórinn heldur tónleika laugardaginn 11.nóvember.

Allir velkomnir.

Lesa meira
Jónshús -  haust

1.11.2017 : Fjölbreytt dagskrá á morgun 2. nóvember.

Mömmumorgunn, prjónakaffi og bókakvöld.

Lesa meira

24.10.2017 : Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2018

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.

Lesa meira
Falki-stor

20.10.2017 : Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Hefur þú áhuga á að taka þátt í félagsstarfi? Hefur þú áhuga á að hafa áhrif á það sem er að gerast í samfélagi Íslendinga í Kaupmannahöfn? 

Nú er tækifærið til að hafa áhrif og mæta á aðalfundinn föstudaginn 27.október. 

Lesa meira
Inga Lísa

10.10.2017 : "Hugsað heim"

Í dag klukkan 16:00 til 18:00 opnun ljósmyndarsýningar Ingu Lísu Middelton.

Upplagt að koma við í Jónshúsi áður en haldið er á Kulturnatten.

 Verið velkomin.

 

Lesa meira
Síða 15 af 27