Fréttir og tilkynningar (Síða 14)
Fyrirsagnalisti

Fermingafræðsla - kynningarfundur
Kynningarfundur fyrir fermingafræðslu veturinn 2018/2019 verður haldinn í Jónshúsi kl. 18:00 þann 11. september.
Fyrirkomulagið fræðslunnar verður kynnt en það er í samstarfi við Íslensku kirkjuna í Svíþjóð.
Skráning fer fram hjá prestinum okkar, sr. Ágústi, í netfangið [email protected] eða síma 3318 1056
Réttarball í Kaupmannahöfn
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir dansleik í síðasta föstudag í september.
Lesa meiraPrjónakaffi Garnaflækjunnar
Hefst eftir gott og hlýtt sumar á þriðjudaginn 4. september klukkan 18:30 til 21:30.
Allir sem hafa áhuga á handavinnu eru velkomnir.
Lesa meira
Á göngu um Kaupmannahöfn
Áfram höldum við hjónin í Jónshúsi að ganga um Kaupmannahöfn, taka myndir og segja sögur.
Vötnin í Kaupmannahöfn (Søerne) eru vinsælt útivistarsvæði í miðri borginni. Voru búin til eftir umsátur um borgina 1524 til að efla varnir borgarinnar, utan við borgarmúrarna
Lesa meira
Fræðimenn segja frá
Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. Fræðimennirnir sem nú dvelja í húsinu halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst.
Lesa meira
Verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson
Í tilefni af hundrað ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi tillögur stjórnar Jónshúss um verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson sem er á þriðju hæð hússins. Ákveðið hefur verið að færa íbúðina til fyrra horfs, í takt við það sem hún var þegar Jón og Ingibjörg bjuggu þar.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2018 til ágústloka 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 28 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meira
Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi.
Skráning í skólann stendur yfir. Skráningin er rafræn og fer fram í gegnum kommununa. Flestir grunnskólarnir hafa sett upplýsingar inn í forældreintra. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa meira
Barnakórinn - skráning
Æfingar eru einu sinni í viku á laugardögum kl.12-13 í Jónshúsi.
Þáttökugjald er 300 krónur á önn, systkinaafsláttur.

Ashtanga jóga
Hefur þú aldrei verið í Ashtanga jóga áður?
Nú er kjörid tækifæri ad byrja. Sunnudaginn 3. júní, kl.11:00-13:00
Lesa meira
Forseti Alþingis, forsætisnefnd og úthlutunarnefnd fræðimannaíbúða heimsóttu Jónshús í apríl.
Einu sinni á kjörtímabili heimsækir forseti Alþingis og forsætisnefnd Jónshús til að skoða húsið og kynna sér starfsemi hússins.
Lesa meira
Tryggvi Ólafsson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 19. apríl, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flutti hátíðarræðu dagsins.
Lesa meira
Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
Í dag kl. 16.30. Verið velkomin.
Dagskrá
- Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setur hátíðina.
- Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
- Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flytur hátíðarræðu.
- Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
- Forseti Alþingis afhendir Verðlaun Jóns Sigurðssonar.
- Kórinn staka flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.
Léttar veitingar að lokinni dagskrá.
Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.
Lesa meira
Hugsað heim
Frá því í haust hefur sýning Ingu Lísu Middelton, Hugsað heim, prýtt veggina í Jónshúsi. Nú fer að líða að því að sýningin verði tekin niður, nánar tiltekið þann 15. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl fræðimanns í Jónshúsi árið 2018 - 2019
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa meira
Njótum og nærumst í núvitund
Þriðjudaginn 13. mars klukkan 19.30 kemur Ragga Nagli í Jónshús og heldur fyrirlestur um hvernig við getum nærst í núvitund.
Á þessu námskeiði er sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.

Íslenskur karlakór
Áhugi Íslendinga á að syngja í kór er mjög mikill. Nú eru fimm mismunandi kórar sem æfa í Jónshúsi. Í janúar hóf göngu sína Íslenskur karlakór. Næsta æfing er miðvikudaginn 7.mars.
Lesa meiraNýtt fréttabréf
Dagskráin í mars er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.
Til að fá fréttabréfið í tölvupósti þarf að skrá sig heimasíðu Jónshúss.