Fréttir og tilkynningar (Síða 14)
Fyrirsagnalisti
Sunnudagur 21. október
Íslensk guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju kl. 14:00.
Sunnudagskaffihlaðborð kl. 15:00 í Jónshúsi
Kaffihlaðborð með brauðtertum og hnallþórum að hætti Kvennakórsins.
Fullorðnir 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára.
Allir velkomnir
Lesa meira
Nordisk lys i mørket
Kammerkórinn Staka heldur tónleika sunnudaginn 21. október klukkan 15.00 í Taksigelseskirken í Kaupmannahöfn.
Haustið 2018 hefur íslenski kammerkórinn Staka safnað saman tónlist frá norðurlöndunum sem fjallar um hið djúpa myrkur í náttúrunni og sálinni, sem þrátt fyrir allt kemst ekki hjá því að vera uppljómað af þrjóskukenndri birtu ljóss og vonar.
Lesa meira
Segjum söguna með útsaumi
Um þessar mundir er verið að endurgera þriðju hæðina í Jónshúsi, þar sem þau Ingibjörg og Jón bjuggu frá 1852 til dauðadags, 1879. Í því sambandi leitum við nú að sjálfboðaliðum til að taka þátt í að endurskapa heimili þeirra hjóna.
Lesa meira
Fræðimaður segir frá
Á morgun þriðjudaginn 9. október kl. 17:00 ætlar Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og fræðimaður í Jónshúsi ætlar að fjalla um Streituskólann- kulnun í starfi og sjúklega streitu.
Allir velkomnir.
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar 2019 til 17. desember 2019. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.
Lesa meira
Haustfundur Dansk-Islandsk Samfund í Jónshúsi
Á fundi hjá Dansk-Islandsk Samfund fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 verður fjallað um leið Íslands frá fullveldi 1918 til sjálfstæðs lýðræðisríkis 1944.
Lesa meiraKrílasöngur
Svafa Þórhallsdóttir söngkona og kórstjóri verður með
tónlistarstund fyrir ungabörn 3 - 12 mánaða í dag klukkan 11:00.
Aðgangur ókeypis og að loknum k
rílasöng er foreldramorgunn.
Heimsókn í Jónshús
Þriðjudaginn 11. september kom hópur fyrrverandi alþingismanna og makar í heimsókn í Jónshús.
Lesa meira
Fermingafræðsla - kynningarfundur
Kynningarfundur fyrir fermingafræðslu veturinn 2018/2019 verður haldinn í Jónshúsi kl. 18:00 þann 11. september.
Fyrirkomulagið fræðslunnar verður kynnt en það er í samstarfi við Íslensku kirkjuna í Svíþjóð.
Skráning fer fram hjá prestinum okkar, sr. Ágústi, í netfangið [email protected] eða síma 3318 1056
Réttarball í Kaupmannahöfn
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir dansleik í síðasta föstudag í september.
Lesa meiraPrjónakaffi Garnaflækjunnar
Hefst eftir gott og hlýtt sumar á þriðjudaginn 4. september klukkan 18:30 til 21:30.
Allir sem hafa áhuga á handavinnu eru velkomnir.
Lesa meira
Á göngu um Kaupmannahöfn
Áfram höldum við hjónin í Jónshúsi að ganga um Kaupmannahöfn, taka myndir og segja sögur.
Vötnin í Kaupmannahöfn (Søerne) eru vinsælt útivistarsvæði í miðri borginni. Voru búin til eftir umsátur um borgina 1524 til að efla varnir borgarinnar, utan við borgarmúrarna
Lesa meira
Fræðimenn segja frá
Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. Fræðimennirnir sem nú dvelja í húsinu halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst.
Lesa meira
Verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson
Í tilefni af hundrað ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi tillögur stjórnar Jónshúss um verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson sem er á þriðju hæð hússins. Ákveðið hefur verið að færa íbúðina til fyrra horfs, í takt við það sem hún var þegar Jón og Ingibjörg bjuggu þar.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2018 til ágústloka 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 28 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meira
Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi.
Skráning í skólann stendur yfir. Skráningin er rafræn og fer fram í gegnum kommununa. Flestir grunnskólarnir hafa sett upplýsingar inn í forældreintra. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa meira
Barnakórinn - skráning
Æfingar eru einu sinni í viku á laugardögum kl.12-13 í Jónshúsi.
Þáttökugjald er 300 krónur á önn, systkinaafsláttur.
Ashtanga jóga
Hefur þú aldrei verið í Ashtanga jóga áður?
Nú er kjörid tækifæri ad byrja. Sunnudaginn 3. júní, kl.11:00-13:00
Lesa meira