Fréttir og tilkynningar (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

9.9.2013 : Mömmumorgnar

Mömmumorgnar í Jónshúsi hefjast að nýju fimmtudaginn 19. september

24.6.2013 : Íslenskuskólinn skólaárið 2013 til 2014

Íslensk börn í 1. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi. Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi.

Lesa meira

16.6.2013 : Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2013

Sýning um Jón Sigurðsson á 3. hæð Jónshúss er opin frá kl. 10.00 - 18.00 á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2013

12.6.2013 : Við minnum á:

Síðasti kennsludagur í Íslenska skólanum, Jónshúsi: Laugardaginn 15. júní kl. 10.00 - 12.00, allar deildir.
Þjóðhátíðarhöld Íslendingafélagsins á "Femøren" laugardaginn 15. júní kl. 13.00

Lesa meira

17.5.2013 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2013-2014

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2013 til ágústloka 2014. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 umsóknir.

Lesa meira

26.4.2013 : Erling Blöndal Bengtsson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2013

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Erlings Blöndals Bengtssonar sellóleikara.

Lesa meira

23.4.2013 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2013, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Lesa meira

15.3.2013 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2013-2014

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn er, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2013 til 26. ágúst 2014.

Allar nánari upplýsingar og sérstök umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss, fræðimannsíbúð. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 16. apríl nk.

Lesa meira

11.3.2013 : Við minnum á:

Prjónaklúbburinn, fimmtudaginn 14. mars kl. 19.00.
Sunnudagskólinn, sunnudaginn 17. mars kl. 11.00.
ICELANDAIRvist, félagsvist föstudaginn 22. mars kl. 19.00. Páskaeggjabingó ÍFK, sunnudaginn 24. mars kl. 14.00.

7.3.2013 : Baráttusamkoma íslenskra kvenna 8. mars í Jónshúsi

Baráttusamkoma íslenskra kvenna er árlegur viðburður í Kaupmannahöfn. Kvöldin í Jónshúsi eru fjölsótt og kraftmikil og ýmis málefni eru tekin fyrir þar fyrir. Í vor verður kosið til Alþingis og ber dagskráin keim af því.

Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi kvöldsins: " Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn - fimm árum síðar".

Að erindi hennar loknu ræða fjórar þingkonur og einn frambjóðandi hvað áunnist hefur í jafnréttismálum á undanförnum árum og hver þær telji brýnustu viðfangsefnin á næsta kjörtímabili. Þingkonurnar eru:

  - Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri grænna og fv. heilbrigðisráðherra
  - Brynhildur S. Björnsdóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður
  - Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar og fjármálaráðherra
  - Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks
  - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona, fv. menntamálaráðherra og fv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn stendur fyrir söng og sér um veitingasölu. Í boði verða bökur, salat og drykkir.

Nánari upplýsingar veitir undirbúningsnefnd 8. mars:

  - Erla Sigurðardóttir: [email protected]
  - Gunnhildur Kristjánsdóttir: [email protected]
  - Kristín Ása Einarsdóttir: [email protected]

Jónshús, Øster Voldgade 12 ( skammt frá Østerport-lestarstöðinni, þar er einnig næsti hraðbanki).

4.3.2013 : 8. mars: Baráttusamkoma íslenskra kvenna í Jónshúsi

Við minnum á árlega baráttusamkomu íslenskra kvenna í Jónshúsi á föstudaginn 8. mars. Veitingasala Jónshúss opnar kl. 18.30 en dagskráin hefst kl. 19.30.

Lesa meira

7.2.2013 : Afmæli Þjóðminjasafnsins

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 150 ÁRA

Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar 1863 og fagnar því 150 ára afmæli sínu á þessu ári. Af þessu tilefni stendur Lýðháskólinn í Kaupmannahöfn fyrir málþingi í byrjun mars.

Ávarp flytja Per Kristian Madsen, safnstjóri Þjóðminjasafns Dana og Frú Vigdís Finnbogadóttir. Fjöldi sérfræðinga frá Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðminjasafni Danmerkur flytja erindi.

Lesa meira

29.1.2013 : Bókmenntakvöld í Jónshúsi

Böðvar Guðmundsson og Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir
Böðvar kynnir nýjustu skáldsögu sína Töfrahöllina og Hjálmfríður Þöll syngur nokkur lög af diskinum Sofðu rótt í Jónshúsi, fimmtudagskvöldið 28. febrúar.

Dagskráin hefst kl. 20 en salurinn opnar kl. 19.15.

Léttar veitingar til sölu (einungis er tekið við reiðufé - næsti hraðbanki er á Østerport St.)

Aðgangur ókeypis.
Bókmenntakvöldið er skipulagt af PILK (projektgruppen Islandsk Litteratur i København) í samstarfi við Jónshús

14.1.2013 : Þorrablót ÍFK - Guðsþjónusta - Sunnudagskaffihlaðborð - Sunnudagaskólinn

Þorrablót ÍFK á Norðurbryggju laugardaginn 26. janúar, sjá nánar www.islendingafelagid.dk
Guðsþjónusta í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 27. janúar kl. 13.00, sjá nánar www.kirkjan.dk
Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi, sunnudaginn 27. janúar kl. 14.00 - 16.00.
Sunnudagaskólinn hefst að nýju sunnudaginn 3. febrúar kl. 11.00 íJónshúsi

2.1.2013 : Islenskt landslag - Islandske landskaber

Ljósmyndarinn Bo Nico sýnir í Jónshúsi úrval ljósmynda sem að hann hefur tekið á ferðum sínum um landið. Opnun í Jónshúsi föstudaginn 11. janúar kl. 16.00 - 18.00. Sendiherra Íslands í Danmörku Sturla Sigurjónsson opnar sýninguna. Allir velkomnir, léttar veitingar.

12.12.2012 : Hátíðarguðsþjónusta

Annan í jólum kl. 13.00 í Skt. Paulskirkju.

Prestur: Sr. Kristinn Friðfinnsson

Organisti: Mikael Due

Söngur: Blandaður kór

Stjórnandi: Sigríður Eyþórsdóttir

26.11.2012 : Dagskrá á aðventu

Aðventusamkoma, Jólabingó, Jólakúlur á Norðurbryggju, Jólatónleikar. Jólaball og Jólamessa.

Aðventusamkoma í Skt. Pálskirkju, laugardaginn 1. desember kl. 16.00. Sjá www.kirkjan.dk

Jólabingó ÍFK í Jónshúsi sunnudaginn 2. desember kl. 14.00. Nánar á www.islendingafelagid.dk

Jólakúlur á Norðurbryggju, sunnudaginn 2. desember kl. 14.00 - 16.00. Sjá www.bryggen.dk

Jólatónleikar Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. "Jólin hennar Maríu" sunnudaginn 2. desember kl. 19.30 í Frihavnskirken, Willemoesgade 68. Tónleikarnir fjalla að sjálfsögðu um jólahátíðana en í þetta sinn með sérstaka athygli á Maríu mey. Stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir. Ókeypis aðgangur.

Norrænir jólatónleikar í Helligåndskirken, laugardaginn 8. desember kl. 17.00 Kvennakórinn, STAKA , Grænlenskir og Færeyskir kórar.

Jólaball á Norðubryggju, 9. desember kl. 13.30 og 15.30. Sjá www. bryggen.dk

Jólatónleikar í Skt. Andreas kirkjunni, Gothersgade 148,  kl. 19.30 þann 11. desember. Kammerkórinn STAKA. Ensk jólalög, íslenskar og danskar jólaperlur. stjórnandi Stefán Arason. Aðgangur ókeypis

Jólamessa í Skt. Pálskirkju á annan í jólum kl. 13.00. Sjá www.kirkjan.dk

23.11.2012 : Dagskrá á aðventu

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.00 - 16.00 verður hinn árlegi Jólamarkaður í Jónshúsi. Skreytingar og skartgripir, Íslensk hönnun, laufabrauð, malt og appelsín, kleinur. Íslensk jólahefð, kaffi og vöfflur. Íslensk Jólastemming.

Aðventusamkoma í Skt. Pálskirkju, laugardaginn 1. desember kl. 16.00. Sjá www.kirkjan.dk

Jólakúlur á Norðurbryggju, sunnudaginn 2. desember kl. 14.00 - 16.00. Sjá www.bryggen.dk

Jólatónleikar Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. "Jólin hennar Maríu" sunnudaginn 2. desember kl. 19.30 í Frihavnskirken, Willemoesgade 68. Tónleikarnir fjalla að sjálfsögðu um jólahátíðana en í þetta sinn með sérstaka athygli á Maríu mey. Stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir. Ókeypis aðgangur.

Norrænir jólatónleikar í Helligåndskirken, laugardaginn 8. desember kl. 17.00 Kvennakórinn, STAKA , Grænlenskir og Færeyskir kórar.

Jólaball á Norðubryggju, 9. desember kl. 13.30 og 15.30. Sjá www. bryggen.dk

Jólatónleikar í Skt. Andreas kirkjunni, Gothersgade 148,  kl. 19.30 þann 11. desember. Kammerkórinn STAKA. Ensk jólalög, íslenskar og danskar jólaperlur. stjórnandi Stefán Arason. Aðgangur ókeypis

Jólamessa í Skt. Pálskirkju á annan í jólum kl. 13.00. Sjá www.kirkjan.dk


24.10.2012 : Framundan

Aðalfundur Íslenska Safnaðarins.

Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn heldur aðalfund sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.30 í Jónshúsi. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta í Sankti Pálskirkju.

Sunnudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Prestur sr. Kristinn Friðfinnsson. Organisti Mikael Due. Söngur Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir. Messukaffi í Jónshúsi eftir athöfnina.

Jólamarkaðurinn í Jónshúsi.

Jólamarkaðurinn í Jónshúsi verður að þessu sinni sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.00 – 16.00. Söluborðapantanir í síma 33137997.

Mið-Ísland, uppistand á Norðurbryggju, Strandgade 91, fimmtudaginn 8/11 kl. 20.

Mið-Ísland hópurinn verður með uppistand á Norðurbryggju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.00.Sýningarnar hafa hlotið mikla athygli og verðskuldað lof á Íslandi. Í þriðja sinn gefst Íslendingum í Kaupmannahöfn kostur á að skemmta sér með drengjunum. Fram koma: Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Jóhann Alfreð Kristinsson og Björn Bragi Arnarsson. Eins og flestir er um að ræða frábæra skemmtun, enda hvetjum við fólk til að tryggja sér miða í hvelli - það var uppselt á viðburðinn á Norðurbryggju í fyrra.

Miðasala: 120 kr. í forsölu á http://www.bryggen.dk/ og 150 kr. við innganginn.

Sunnudagskaffihlaðborð.

Íslenskt Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi sunnudaginn 4. nóv. Kl. 14.00 – 16.00 STAKA

Síða 24 af 27