Fréttir og tilkynningar (Síða 23)

Fyrirsagnalisti

27.10.2014 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2015

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 7. janúar til 15. desember 2015.

Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 10. nóvember næstkomandi.

17.10.2014 : Guðsþjónusta

Messað verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 26. október kl. 13.00.  Sr. Birgir Ásgeirsson prófastur setur Sr. Ágúst Einarsson í embætti prests íslenska safnaðarins.

Orgeleikari: Mikael Due
Söngur: STAKA, stjórnandi Stefán Arason

Lesa meira

19.9.2014 : Tónleikar í Jónshúsi

Í ár eru liðin 90 ár frá fæðingu hins ástsæla söngvara Hauks Morthens. Haukur var ekki einungis þekktur fyrir söng sinn á Íslandi heldur einnig hér í Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði um árabil.

Af þessu tilefni efnir Jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldudal til tónleika sem haldnir verða í Jónshúsi, laugardaginn 27. september 2014, Kl.20.00.

Lesa meira

4.9.2014 : Lýðveldið í Höfn

Verið velkomin á opnun samsýningarinnar Lýðveldið í Höfn, í Jónshúsi, Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 11. september kl.16.00. og stendur til 14. október 2014.

Listamennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.

Sýningin er opin á opnunartíma hússins, sími 33137997

Lesa meira

11.8.2014 : Jónshús er opið að nýju eftir sumarleyfi

19.6.2014 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2013-2014

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá ágústlokum 2014 til ágústloka 2015.

Alls bárust nefndinni 40 umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum.

Lesa meira

28.4.2014 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2014-2015

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 27. ágúst 2014 til 25. ágúst 2015.

Umsóknir um íbúðina skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 19. maí nk.

Lesa meira

15.4.2014 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2014, kl. 17.00. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Lesa meira

25.3.2014 : Guðsþjónusta í Skt. Pálskirkju

Annan páskadag 21. apríl kl. 13.00
Prestur: sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Organisti: Mikael Due
Kór: Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn
Stjórnandi: Sigríður Eyþórsdóttir

Messukaffi / Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi eftir athöfnina.

4.3.2014 : Alþjóðlegur baráttudagur kvenna:
8. mars í Jónshúsi

Að venju verður haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í Jónshúsi.
Húsið opnar kl. 18.30.
Dagskráin hefst kl. 19.30.

Rósa B. Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í velferðarráðuneytinu flytur erindi: Kynjaskekkja í íslenskum stjórnmálum, "Í prófkjörum skipta reglur engu helvítis máli".

Lesa meira

24.1.2014 : Skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn í samræmi við ákvæði 10. gr. reglna um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

2.1.2014 : Ræður Jóns Sigurðssonar

Í tilefni af 200 ára minningarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011 voru ræður hans á Alþingi skannaðar inn og birtar á vef.

Ræður sem Jón Sigurðsson flutti á Alþingi er að finna á vef Alþingis.

4.12.2013 : Hátíðarmessa í Skt.  Pálskirkju

Hátíðarmessa í Skt. Pálskirkju.
2. Jóladag 26. desember kl. 13.00.

Prestur sr. Ágúst Einarsson.
Organisti Mikkael Due.
Söngur Jólakórinn, stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir.

27.11.2013 : Aðventusamkoma í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 1. des. kl. 13.00

Kórsöngur, Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn, stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir og STAKA, stjórnandi Stefán Arason. Jólahugvekja, Sr.Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Jólasaga, Sr.Gísli Gunnarsson. Almennur söngur. Heitt súkkulaði í Jónshúsi á eftir.

31.10.2013 : Jólamarkaðurinn í Jónshúsi

Hinn árlegi Jólamarkaður verður sunnudaginn 24. nóvember kl. 13.00 – 16.00 í Jónshúsi.
Að venju verður á boðstólum allskyns varningur, laufabrauð, Malt og appelsín, föndurvörur og íslensk hönnun.

Borðapantanir í síma 33137997

14.10.2013 : Dagskrá sunnudaginn 27. október

Messað verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 27. október kl. 13.00
Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
Organisti: Mikael Due
Kór: STAKA, stjórnandi Stefán Arason
Messukaffi í Jónshúsi að lokinni athöfn.

Fermingarfræðsla kl. 10.30
Aðalfundur Íslenska Safnaðarins kl. 14.30
Sunnudagskaffihalðborð kl. 14.00 - 16.00

Lesa meira

30.9.2013 : ICELANDAIRvist 

Fyrsta ICELANDAIRvist (félagsvist) vetrarins fór fram föstudaginn 27. september. Fram að jólum verður spilað í Jónshúsi kl. 19.30 föstudaganna 25. október og 29. nóvember, sjá nánar á http://www.islendingafelagid.dk

23.9.2013 : ICELANDAIRvist, félagsvist.

Eins og venjulega verður spiluð félagsvist í Jónshúsi einu sinni í máuði í vetur. ICELANDAIR gefur aðalvinninginn: ferð fyrir tvo til Íslands fram og til baka. Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hefur að nýju tekið við umsjón með "vistinni" eftir að Siddi og Biddý sem að sáu um þessi kvöld með glæsibrag fluttu til Íslands s.l. vor.

Síða 23 af 27