Fréttir og tilkynningar (Síða 22)
Fyrirsagnalisti
ICELANDAIRvist
Fyrsta félagsvist haustsins er á föstudaginn. Takmarkaður fjöldi.
Lesa meiraHaustfundur FKA DK
Kæru konur í Kaupmannahöfn og nágrenni senn líður að næstu konu sem kemur í heimsókn til okkar og blæs okkur í brjóst. Hrund Gunnsteinsdottir er mikill snillingur og gerir mikið af því að tengja fólk saman úr ólíkum áttum.
Lesa meiraSunnudagaskólinn í Kaupmannahöfn
Byrjar á ný eftir sumarfrí á sunnudaginn.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri.
Lesa meiraHjálmfríður Þöll Friðriksdótttir
Útgáfutónleikar vegna nýútkomins disks Hjálmfríðar Þallar verða í Jónshúsi 20. september kl. 16, Allir velkomnir
Lesa meiraGuðsþjónusta
Guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. september 2015 kl. 13.00 í Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København.
Lesa meiraFermingarfræðsla kynningafundur
Kynningarfundur um fermingarfræðslu íslenska kirkjustarfsins verður sunnudaginn 13 september kl. 11.00 í Jónshúsi. Væntanleg fermingarbörn ásamt foreldrum eru innilega velkomin!
Jón og Inga kveðja Jónshús
Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn býður til móttöku í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 2. september 2015, kl. 17:00 – 19:00 til heiðurs Jóni Runólfssyni, umsjónarmanni hússins, og eiginkonu hans Ingu Harðardóttur, við lok 16 ára farsæls starfs þeirra við umsjón Jónshúss.
Skólasetning Íslenskuskólans
Skólasetning Íslenskuskólans skólaárið 2014 - 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst í Jónshúsi klukkan 11:00 - 12:00. Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi. Kennari skólaárið 2015 til 2016 er Marta Sævarsdóttir.
Lesa meiraNýr umsjónarmaður Jónshúss
Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur ráðið Hallfríði Benediktsdóttur í stöðu umsjónarmanns húss Jóns Sigurðssonar frá og með 1. september 2015.
Á þeim tímamótum mun Jón Rafns Runólfsson láta af störfum vegna aldurs eftir 16 ára heilladrjúgt starf.
Lesa meiraÍslenskuskólinn í Jónshúsi skólaárið 2015 til 2016
Mikilvægt er fyrir nemendur sem hyggja á nám í Íslenskuskólanum í Jónshúsi næsta vetur að skrá sig fyrir þann 15.júní. Þetta á við alla nemendur, líka þá sem eru í skólanum núna.
Sjá upplýsingar og eyðublað hér að neðan.
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2015 til loka ágústmánaðar 2016. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 11 verkefnum.
Sigríður Eyþórsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2015
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 23 apríl, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.
Lesa meiraHátíð Jóns Sigurðssonar
Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 2015, kl. 16.30.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2015 –2016
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 26. ágúst 2015 til 30. ágúst 2016. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn geta sótt um afnot af íbúðinni. Umsóknir skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 21. apríl nk.
Lesa meiraÞingstörf Jóns Sigurðssonar
Ræður sem Jón Sigurðsson flutti á Alþingi er að finna á vef Alþingis.
Í tilefni af 200 ára minningarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011 voru ræður hans á Alþingi skannaðar inn og birtar á vef.
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn minnist 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi 8. mars
Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn heldur að venju upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna sunnudaginn 8. mars í Jónshúsi kl. 17.00.
Sérstakt tilefni er að þessu sinni 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi.
Lesa meira
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2015
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2015.
Nefndinni bárustu að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 42 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að tíu verkefnum:.
Gleðilegt ár
Hátíðarmessa í Skt. Pálskirkju, annan jóladag kl. 13.00
Organisti Mikael Due
Jólakórinn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur
Aðventustund í St. Paulskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 13
Fjölbreytt aðventudagskrá fyrir alla fjölskylduna. Boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Jónshúsi eftir stundina. Þetta eru upplagt tækifæri til að komast í hið sanna jólaskap og til að sýna sig og sjá aðra.
Lesa meira