Fréttir og tilkynningar (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

25.9.2015 : ICELANDAIRvist

Fyrsta félagsvist haustsins er á föstudaginn. Takmarkaður fjöldi.

Lesa meira

24.9.2015 : Haustfundur FKA DK 

Kæru konur í Kaupmannahöfn og nágrenni senn líður að næstu konu sem kemur í heimsókn til okkar og blæs okkur í brjóst. Hrund Gunnsteinsdottir er mikill snillingur og gerir mikið af því að tengja fólk saman úr ólíkum áttum.

Lesa meira

17.9.2015 : Sunnudagaskólinn í Kaupmannahöfn 

Byrjar á ný eftir sumarfrí á sunnudaginn.

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri.

Lesa meira

16.9.2015 : Hjálmfríður Þöll Friðriksdótttir 

Útgáfutónleikar vegna nýútkomins disks Hjálmfríðar Þallar verða í Jónshúsi 20. september kl. 16, Allir velkomnir

Lesa meira

10.9.2015 : Guðsþjónusta

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. september 2015 kl. 13.00 í Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København.

Lesa meira

10.9.2015 : Fermingarfræðsla  kynningafundur 

Kynningarfundur um fermingarfræðslu íslenska kirkjustarfsins verður sunnudaginn 13 september kl. 11.00 í Jónshúsi.  Væntanleg fermingarbörn ásamt foreldrum eru innilega velkomin!

Skráning og nánari upplýsingar hér

27.8.2015 : Jón og Inga kveðja Jónshús

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn býður til móttöku í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
 2. september 2015, kl. 17:00 – 19:00 
til heiðurs Jóni Runólfssyni, umsjónarmanni hússins, og eiginkonu hans Ingu Harðardóttur, 
við lok 16 ára farsæls starfs þeirra við umsjón Jónshúss.

18.8.2015 : Skólasetning Íslenskuskólans

Skólasetning Íslenskuskólans skólaárið 2014 - 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst í Jónshúsi klukkan 11:00 - 12:00. Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi. Kennari skólaárið 2015 til 2016 er Marta Sævarsdóttir.

Lesa meira

16.6.2015 : Nýr umsjónarmaður Jónshúss

Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur ráðið Hallfríði Benediktsdóttur í stöðu umsjónarmanns húss Jóns Sigurðssonar frá og með 1. september 2015.

Á þeim tímamótum mun Jón Rafns Runólfsson láta af störfum vegna aldurs eftir 16 ára heilladrjúgt starf.

Lesa meira

4.6.2015 : Íslenskuskólinn í Jónshúsi skólaárið 2015 til 2016

Mikilvægt er fyrir nemendur sem hyggja á nám í Íslenskuskólanum í Jónshúsi næsta vetur að skrá sig fyrir þann 15.júní. Þetta á við alla nemendur, líka þá sem eru í skólanum núna.
Sjá upplýsingar og eyðublað hér að neðan.

http://www.kk.dk/modersmaal 

13.5.2015 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2015 til loka ágústmánaðar 2016. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 11 verkefnum.

Lesa meira

27.4.2015 : Sigríður Eyþórsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2015

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 23 apríl, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Lesa meira

21.4.2015 : Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 2015, kl. 16.30.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Lesa meira

30.3.2015 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2015 –2016

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 26. ágúst 2015 til 30. ágúst 2016. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn geta sótt um afnot af íbúðinni. Umsóknir skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 21. apríl nk.

Lesa meira

9.3.2015 : Þingstörf Jóns Sigurðssonar 

Ræður sem Jón Sigurðsson flutti á Alþingi er að finna á vef Alþingis.

Í tilefni af 200 ára minningarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011 voru ræður hans á Alþingi skannaðar inn og birtar á vef.

18.2.2015 : Kvennakórinn í Kaupmannahöfn minnist 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi 8. mars

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn heldur að venju upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna sunnudaginn 8. mars í Jónshúsi kl. 17.00.
Sérstakt tilefni er að þessu sinni 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi.

 

Lesa meira

30.12.2014 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2015

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2015.
Nefndinni bárustu að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 42 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að tíu verkefnum:.

Lesa meira

30.12.2014 : Gleðilegt ár

20.12.2014 : Hátíðarmessa í Skt. Pálskirkju, annan jóladag kl. 13.00

Prestur sr. Ágúst Einarsson
Organisti Mikael Due
Jólakórinn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur

26.11.2014 : Aðventustund í St. Paulskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 13 

Fjölbreytt aðventudagskrá fyrir alla fjölskylduna. Boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Jónshúsi eftir stundina. Þetta eru upplagt tækifæri til að komast í hið sanna jólaskap og til að sýna sig og sjá aðra.

Lesa meira
Síða 22 af 27