Fréttir og tilkynningar (Síða 27)
Fyrirsagnalisti
Íslenskir rithöfundar í Jónshúsi
Miðvikudaginn 10. s.l. stóðu samtökin Islandsklitteratur.dk fyrir samkomu í Jónshúsi, Fjórir íslenskir rithöfundar, þau Bragi Ólafsson, Guðrún Mínervudóttir, Guðmundur Óskarsson og Steinunn Sigurðardóttir lásu úr verkum sínum. Salurinn var þéttsetinn og almenn ánægja með velheppnað kvöld.
Fréttatilkynning
Stjórn húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur ákveðið, í samráði við sendiráð Íslands í Danmörku og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, að bjóða Íslendingum og íslenskum lögaðilum ódýra skammtímaleigu á starfsaðstöðu í húsinu.
Lesa meiraHaukur Viggósson opnar málverkasýningu
Haukur Viggósson Opnar málverkasýningu í Jónshúsi.
Laugardaginn 13. nóvember 2010, Kl. 16.00 – 20.00.
Kynning á kosningum til Stjórnlagaþings
Sendiráð Íslands býður til opins fundar í Húsi Jóns Sigurðssonar kl. 19:30 fimmtudaginn 11. nóvember nk., þar sem gerð verður grein fyrir tilhögun kosninga til Stjórnlagaþings 27. nóvember nk., helstu stefnumálum frambjóðenda og fyrirhuguðu fyrirkomulagi starfa þingsins. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Lesa meiraÍslenskir rithöfundar í Jónshúsi
Fjórir íslenskir rithöfundar kynna og lesa úr verkum sínum í Jónshúsi 10. nóvember næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:15
Lesa meiraNágranni opnar málverkasýningu í Jónshúsi.
Danska mynlistakonan Inge Delfs hefur í mörg ár búið í næsta húsi við Jónshús. Hún hefur fylgst með og séð margar sýningar í húsinu á undanförnum árum og nú er röðin komin að henni að sýna.
Opnunin verður á föstudaginn 1. október milli kl. 16.00 og 20.00. Allir velkomnir.
Opnun á sýningu Tryggva Ólafssonar á Norðurbryggju
Á Norðurbryggju, menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, opnaði í gær sýning á verkum Tryggva Ólafssonar. Sýningin er opin fram til 26. desember í ár.
Lesa meiraMisstir þú af tónleikum Stöku í vor?
Staka endurtekur tónleikana "Kirketoner fra Vulkanøen" sunnudaginn 12. september í Mørdrup kirke Espergærde, kl. 16:00.
Þar mun Staka syngja kirkjuleg verk eftir 13 íslensk tónskáld.
Fermingarfræðsla veturinn 2010/2011
Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård 24.-26. sept. Unglingar koma á mótið víðs vegar að frá Danmörku og einnig koma unglingar frá Svíþjóð og Noregi.
Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig fyrir 10. sept. Upplýsingafundur verður í Jónshúsi þann 8. september kl. 20:00.
Minningarár Jóns Sigurðssonar
Árið 2011 verður þess minnst að 200 verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Dagskrá minningarársins má finna á heimasíðunni www.jonsigurdsson.is
Lesa meiraÞjóðhátíð í Kaupmannahöfn 19. júní
Þjóðhátíðardagskrá Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í Femøren, Amager Strandpark 19. júní kl. 13.00
Lesa meiraGunnlaugur Stefán Gíslason opnar sýningu á 28 vatnslitamyndum
Gunnlaugur er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun frá Iðnskóla Hafnarfjarðar.
Hann hefur starfað sem myndlistamaður í yfir þrjá áratugi.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar árið 2010
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag, sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.
Lesa meiraIcelandair vist
ICELANDAIRvist / 23. apr. og 28. maí kl. 19.30
Icelandair félagsvistin heldur áfram í Jónshúsi, en hún er spiluð frá september til maí ár hvert.
Lesa meiraListasýning átta íslenskra listakvenna í Jónshúsi
Sturla Sigurjónsson sendiherra opnar listasýningu átta íslenskra listakvenna í Jónshúsi á skírdag, 1. apríl kl. 14.00.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða