Fréttir og tilkynningar (Síða 26)
Fyrirsagnalisti
Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi
Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2012, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum.
Lesa meiraEinar Már Guðmundsson í Jónshúsi
Einar Már Guðmundsson mun veita Norrænu bókmenntaverðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 11. apríl. Í tilefni þess kemur hann fram í Jónshúsi laugardagskvöldið 14. apríl. Dagskráin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:15.
Lesa meiraFramundan í Jónshúsi
Prjónanámskeið, prjónaaðstoð, kjötsúpukvöld, ICELANDAIRvist, Páskaeggjabingo, Bach messa, guðsþjónusta og sunnudagskaffi.
Lesa meiraAlþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagskrá í Jónshúsi
Kæru femínistar nær og fjær.
Íslenskar konur í Kaupmannahöfn halda upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna að venju.
Lesa meiraUmsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2012-2013
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 29. ágúst 2012 til 27. ágúst 2013. Allar nánari upplýsingar og sérstök umsóknareyðublöð má finna með því að smella hér. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn. 6. mars nk.
Þorrablót 2012
Þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju og Icelandair verður haldið á Norðurbryggju á Christianshavn laugardaginn 11. febrúar kl. 19.00. Hér verður á borðum hefðbundinn Þorramatur með öllu tilheyrandi, en að borðhaldi loknu verður haldið ekta sveitaball þar sem Sverrir Bergmann og Sólsveitin skemmta. Veislustjóri verður Unnar Theodorsson
Lesa meiraFrá íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn
Guðsþjónusta. Messað verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 13.00.
Prestur: Sr. Arna Grétarsdóttir
Organisti: Mikael Due
Kór: STAKA
Kórstjóri: Stefán Arason
Messukaffi í Jónshúsi að lokinni athöfn.
Lesa meiraJólamessa
Jólamessa í Skt. Pálskirkju þann 26. Desember kl. 13.00 (2. í jólum).
Prestur: Sr. Ágúst Einarsson
Kórstjóri: Sigríður Eyþórsdóttir
Organsisti: Mikael Due
Jólakonukvöld
Sérstakt Jólakonukvöld verður í Jónshúsi þann 13. desember 2011 kl. 19.00
Á dagskrá er kvennahjal, eplaskífur og kaffi og svo rauðvín og hvítvín
Verið velkomnar!
Nefndin
Aðventusamkoma
Aðventusamkoma í Skt. Pálskirkju laugardaginn 3. des. kl. 16.00.
Séra Sigfinnur Þorleifsson mun vera með okkur.
Tryggvi Felixson heldur jólahugvekju.
Fjölbreytt söngdagskrá.
Heitt súkkulaði og piparkökur í Jónshúsi eftir samkomuna.
Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn.
Jólamarkaður
Hinn árlegi Jólamarkaður í Jónshúsi verður að þessu sinni á sunnudegi, þann 27. nóvember og hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 16.00. Kvennakórskonur selja rjúkandi kaffi og bragðgóðar vöflur.
Eins og venjulega verður til sölu íslenskt malt og appelsín, laufabrauð, nýbakaðar kleinur, íslenskt konfekt, handverk af ýmsu tagi og margt fleira. Enn er hægt að panta söluborð í síma 33137997
Lesa meiraBókmenntakvöld í Jónshúsi
Fimm rithöfundar kynna og lesa úr verkum sínum í Jónshúsi föstudaginn 11. nóvember. Dagskráin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19:15. Höfundarnir eru: Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Gyrðir Elíasson, Nina Søs Vinther og Sölvi Björn Sigurðsson
Lesa meira
Sunnudagurinn 6. nóvember
Guðþjónusta í Sankti Pálskirkju kl. 13.00.
Messukaffi í Jónshúsi strax að lokinni athöfninni og Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn heldur Aðalfund í Jónshúsi kl. 14.30.
Lesa meiraÍþróttaálfurinn og Solla stirða á Norðurbryggju
Sunnudaginn 16. október kl 15:00 verður boðið upp á fyrsta flokks fjölskylduskemmtun á Norðurbryggju / Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn.
Það eru engin önnur en Íþróttarálfurinn og Solla stirða sem ætla að koma alla leið frá Latabæ, að sjálfsögðu með loftskipinu sínu, og skemmta börnum á öllum aldri í Kaupmannahöfn.
Tvær leiksýningar: "Jón Sigurðsson - strákur að vestan" og "Bjarni á Fönix"
Laugardaginn 1. október 2011, kl. 20:00 (húsið opnað kl. 19:00)
Miðaverð er 75 kr. Miðasala á: www.billetto.dk/jon, í Jónshúsi föstudaginn 30. september, kl. 18:30 - 19:30 og við innganginn.
Lesa meiraICELANDAIRvist - Félagsvist
Þann 30. september kl. 19.00 hefst ICELANDAIRvisti. Eins og mörg undanfarin ár verður spilað síðasta föstudag í hverjum mánuði að desember undanskildum. Allir eru velkomnir.
Lesa meiraFermingarfræðsla og guðsþjónusta
Kynning á fermingarfræðslu vetrarins 2011-2012 verður í Jónshúsi sunnudaginn 28. ágúst kl. 10:00. Ætlast er til að væntanleg fermingarbörn komi í fylgd foreldra sinna. Sama dag verður messa í umsjá sr. Ágústs Einarssonar kl. 13:00 í Skt. Pálskirkju þar sem mælst er til að fermingarbörn og foreldrar taki þátt.
Lesa meiraUppfærsla á heimasíðu
Af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að uppfæra heimasíðuna né senda út Fréttabréf en hér á eftir er Dagskrá Jónshús á næstu vikum og vonandi kemst síðan í gagnið fljótlega.
Lesa meiraÍslenski skólinn í Jónshúsi hefst að nýju 27. ágúst 2011
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.
Lesa meira