Fréttir og tilkynningar (Síða 11)
Fyrirsagnalisti

Tónleikar - jóladjazz í Jónshúsi
Föstudaginn 8. desember kl. 20.
Íslensku jazzsöngkonurnar Stína Ágústsdóttir og Marína Ósk hafa fléttað saman jazzlykkjur sínar og galdrað fram norrænt jólagull!
Í samstarfi við gítarleikarann Mikael Mána Ásmundsson hafa þær útsett og samið íslenska texta við jólalög frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Útsetningarnar eru hlustendavænar, hugljúfar og fallegar og draga fram tilfinningu hins norræna veturs á lýsandi og passandi hátt. Í ágúst voru 10 lög tekin upp og nú skal þessari nýju jólaplötu, “Hjörtun okkar jóla”, fagnað með tónleikum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Leikin verða öll lögin á plötunni auk nokkurra vel valdra vetrargeimsteina!
Miðasala og nánari upplýsingar hér.
Lesa meiraJólatombóla Íslendingafélagsins
Opið hús í dag frá kl 14:30 til 16:30.
Tombóla er hlutavelta. Hlutaveltan fer þannig fram að hlutir eru merktir og miðar með sömu tölum settir í ílát ásamt núllmiðum. Að fá að draga miða kostar svo vissan pening, og annaðtveggja fær maður ekkert eða þann hlut sem er merktur sömu tölu og dregin var.
Auk tombólunnar verður hægt að kaupa kakó, kaffi, glögg og eplaskífur.
Arnar spilar og syngur íslensk jólalög.
Hönnunarverslunin Puha verður á staðnum með sínar fallegu vörur
Einnig verður Bake My Day á staðnum og Stefanía verður með sörur.
Sjáumst í dag :D
Aðventutónleikar íslensku kóranna í Kaupmannahöfn
Íslensku kórarnir í Kaupmannahöfn sem allir hafa aðtöðu í Jónshúsi verða með aðventutónleika laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00.
Allir velkomnir
Lesa meira
Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi
Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi verður haldinn sunnudaginn 24.desember, frá klukkan 13:00 til 17:00.
Eitt og annað íslenskt verður á boðstólnum.
Nánri upplýsingar má finna hér.

Fræðimaður segir frá
Inga Lára Baldvinsdóttir sem nú dvelur sem fræðimaður í Jónshúsi mun halda erindi miðvikudaginn 13. nóv kl. 13 á Opnu húsi heldri borgara. Allir eru velkomnir.
Endurfundir við Nicoline Weywadt, fyrsta kvenljósmyndarann á Íslandi.
Lesa meira
Sveinbjörg Kristjánsdóttir nýr formaður Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Ný stjórn Íslendingafélagsins tók til starfa mánudaginn 4. nóvember.
Lesa meiraAðalfundur Íslendingafélagsins
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn, boðar til aðalfundar félagsins:
miðvikudaginn 30. október kl. 20.00
Lesa meiraUmsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss.
Lesa meira
Íslensk guðjónusta kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju með heimsókn frá Íslandi
Á sunnudaginn fær íslenski söfnuðurinn góða heimsókn frá Sauðarkróki. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur Sauðárkrókskirkju mun þjóðna til altaris og kirkjukór Sauðárkrókskirkju mun syngja undir stjórn Rögnvalds Valberssonar. Rögnvaldur og Sólveig Anna Aradóttir sjá um orgelleik.
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn tekur lagið undir stjórn Steinars Loga.
Lesa meira
„Öðruvísi útvaldir synir. Hinsegin kynverund og róttækar hugmyndir hjá einum árgangi íslenskra stúdenta á 19. öld.“
Fræðimaður segir frá
Þorsteinn Vilhjálmsson sem nú dvelur í Jónshúsi.
Þriðjudaginn 8. október kl. 17.00
Allir velkomnir.
Íslenski barnakórinn í Jónshúsi
Íslenski barnakórinn hefur starfsemi sína að nýju í dag laugardaginn 5. október.
Nú stendur yfir leit að stelpum og strákum til að syngja kórnum. Eins og undanfarin ár mun Sóla stjórna kórnum.
Æfingar eru alla laugardaga frá kl. 12.00 til 13.00 í Jónshúsi.
Lesa meira
Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku
Verður haldinn þriðjudaginn 8. október í Jónshúsi kl 18.00.
Lesa meira
Félag heldri borgara – 60plús
Velheppnaður stofnfundur Félags heldri borgara – 60plús, var haldinn í Jónshúsi miðvikudaginn 18. september.
Það er greinilegur áhugi á að stofna hóp, fyrir fólk 60 ára og eldri sem hefur tíma á daginn til að hittast.
Rúmlega 30 manns sóttu fundinn.
Lesa meiraFélag heldri borgara - 60plús
Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Félag heldri borgara, 60 ára og eldri með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri sem hættir eru að vinna og búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið).
Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 13. í Jónshúsi
Lesa meiraSafnaðarstarfið hefst í dag
Sunnudagaskóli kl. 11:15, kynningarfundur um fermingarfræðslu kl. 12:00, íslensk guðsþjónusta kl. 14:00 í Skt Pauls kirkju og sunnudagskaffi í Jónshúsi kl. 15:00.
Lesa meira
Orðabók Blöndals þá og nú
Frá prentaðri orðabók til stafrænnar útgáfu
Föstudaginn 13. september kl. 17:00.
Fyrirlesarar eru Halldóra Jónsdóttir og Árni Davíð Magnússon, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Dansk Islandsk Samfund.

Fræðimenn segja frá
Eiríkur Örn Arnarson og Hrafn Harðarson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á fimmtudaginn 22. ágúst frá klukkan 17.00 til 18.30.
Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Bókakynning - Úrval ljóða
Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi.
Laugardaginn 17. ágúst kl. 15:30 - 17:00.
Aðgangur ókeypis.
Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku.
Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erdindi á íslensku.
Pia Tafdrup og Sigríður Helga lesa upp úr þessari nýútkomnu bók.
Íslenskuskólinn
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.
Kennsla hefst með skólasetningu laugardaginn 17. ágúst kl. 11.00.
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Lesa meira