Fréttir og tilkynningar (Síða 10)
Fyrirsagnalisti

Elísabet Olka og Una Gunnarsdóttur sýna í Jónshúsi
List Libertas í Jónshúsi – formleg opnun laugardaginn 1. ágúst.
Samsýning Elísabetar Olku og Unu samanstendur af pappírsverkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Í List Libertas túlka listakonurnar freslsið í ytra og innra umhverfi í gegnum myndræna tjáningu, hver á sinn persónlega hátt.
Lesa meira
Jónshús lokað vegna sumarleyfa til 31.júlí
Húsið er lokað frá 1. júlí til og með 31. júlí. Jónshús opnar aftur laugardaginn 1. ágúst. Gleðilegt sumar.

Hulda Sif Ásmundsdóttir sýnir í Jónshúsi
Ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir sýnir verkið MOTHERHOOD eða MÓÐURHLUTVERKIÐ á fyrstu hæð í Jónshúsi. Sýningin mun standa til 30. júní og eru allir velkomnir.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 2. hæð
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári.
Lesa meira

Jónshús opnar
Jónshús opnar, hægt og rólega.
Frá og með þriðjudeginum 28. apríl verður Jónshús opið, á venjulegum tímum, en með takmörkunum í takt við fyrirmæli yfirvalda varðandi fjölda, fjarlægð og hreinlæti.
Fyrst um sinn mega að hámarki vera 10 samtímis á hverri hæð og skulu þeir eftir fremsta megni halda 2ja metra fjarlægð sín á milli. Þess utan eru gestir beðnir um að þvo hendur reglulega og nota handspritt, en því hefur verið dreift um húsið.
Ef yfirvöld breyta fjöldatakmörkum mun Jónshús að sjálfsögðu gera hið sama.
JÓNSHÚSI LOKAÐ
Í framhaldi af tilmælum forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, hefur verið ákveðið að loka Jónshúsi fram til þriðjudagsins 14. apríl. Umsjónarmaður hússins, Halla Benediktsdóttir, er á staðnum og tekur á móti fyrirspurnum ef fólk t.d. óskar eftir að komast á bókasafn eða sýningu.
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020-21
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Ljósmyndir af Øster Voldgade 12
Þann 12. september 2020 verður haldið upp á 50 starfsafmæli Jónshúss, því þá hefur íslensk starfsemi verið í húsinu í hálfa öld. Húsið sjálft er þó mun eldra, enda byggt árið 1852 og því 168 ára. Húsið var byggt af Wilhelm Schram sem tóbaksverksmiðja með kjallara og fjórum hæðum.
Jónshús í 50 ár
Ljósmyndir af Øster Voldgade 12
(1/7) JÓNSHÚS 1899 – 1903: ELSTU MYNDINAR.
Þann 12. September 2020 verður haldið upp á 50 starfsafmæli Jónshúss, því þá hefur íslensk starfsemi verið í húsinu í hálfa öld. Húsið sjálft er þó mun eldra, enda byggt árið 1852 og því 168 ára. Húsið var byggt af Wilhelm Schram sem tóbaksverksmiðja með kjallara og fjórum hæðum. Á næstu vikum munum við setja inn myndir sem sýna þróun hússins og nánasta umhverfi þess á undanförnum 120 árum eða svo. Birtar verða myndir hvern sunnudag næstu sjö vikur og færumst við hægt og rólega nær nútímanum.
Lesa meiraFélagsvist
Icelandair félagsvist Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn verður haldin í Jónshúsi föstudaginn 28. febrúar.
Opinn miðilsfundur á fyrirlestraformi
Fundurinn verður mjög fróðlegur og skemmtilegur og stendur yfir í 2 tíma frá kl. 18:00 til 20:00 föstudaginn 21. febrúar.
Lesa meiraListamannaspjall
Garnaflækjan 10 ára
https://www.flickr.com/photos/jonshus/albums/72157659425951318Þann 6. febrúar eru 10 ár síðan Garnaflækjan var stofnuð. Fyrsti fundurinn var haldinn á kaffihúsi út, en frá 3. mars 2010 hafa allir fundir verið haldnir í Jónshúsi.
Lesa meiraFréttabréf og dagskrá 28. janúar 2020
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2020.
Alls bárust 48 gildar umsóknir.
Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meira
Yfirlit yfir starfsemi og viðburði í Jónshúsi 2019
Í tilefni áramóta er alltaf gaman að líta til baka og fara yfir allt það sem hefur verið að gerast í Jónshúsi, hér kemur samantekt varðandi starfsemi hússins á liðnu ári.
Lesa meira
Jól á heimili Ingibjargar og Jóns
Nú er íbúð þeirra heiðurshjóna komin í jólabúning. Sett hefur verið upp jólatré í stofunni eins og þau gerðu á sínum tíma
Lesa meira