Fréttir og tilkynningar (Síða 12)
Fyrirsagnalisti
Jónshús lokað vegna sumarleyfa.

Fræðimenn segja frá
Hjörleifur Guttormsson og Njörður Sigurðsson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 25. júní frá klukkan 17.00 til 18.30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020.
Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Lesa meiraÞjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 15. júní kl. 13:00
Lesa meiraHátíðarguðsþjónusta og kaffihlaðborð.
Mánudaginn 10. júní annan hvítasunnudag.
Lesa meira
Sumartónleikar með kvennakórnum Dóttur og karlakórnum Hafnarbræðrum
Fimmtudaginn 6. júní klukkan 19:30 í Sct Antreas Kirke, Gothersgade 148 Kaupmannahöfn.Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi
Skráning í skólann fyrir skólaárið 2019 - 2020 er hafin.
Lesa meira
Ljóð og lag
Þórarinn Hannesson stofnandi og forstöðumaður Ljóðasetur Íslands mætir í Jónshús þriðjudaginn 28. maí kl. 17:30.
Lesa meiraDagatal fyrir viðburði í Kaupmannahöfn
Hugmyndin er að hafa eitt dagatal þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir það sem er á dagskrá í Kaupmannahöfn t.d. tónleikar, myndlist, íþróttir og hvað sem er sem tengist Íslendingum.
Sendu mér upplýsingar ef þú veist um eitthvað sem hægt er að setja inn á dagatalið.
Lesa meira

Fræðimaður segir frá, Magnús Gottfreðsson. Spánska veikin á Íslandi 1918 og drepsóttir 19. aldar
Í þessu erindi verður saga spánsku veikinnar á Íslandi rifjuð upp og m.a. stuðst við samtímafrásagnir og lýsingar á einkennum og afleiðingum veikinnar. Jafnframt verður tæpt á rannsóknum á spánsku veikinni og drepsóttum 19. aldar, s.s. mislingafaröldrum, sem unnið hefur verið að hér á landi undanfarin ár.
Fimmtudaginn 9. maí kl. 17:00.
Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.
Lesa meira

Vibeke Nørgaard Nielsen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019
Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2019 féllu í hlut Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundar og fyrrverandi kennara. Framlag Vibeke við kynningu á Íslandi og íslenskri menningu í Danmörku með sýningum, kynningum og fyrirlestrum um Ísland um langt árabil er ómetanlegt. Einnig hefur hún skipulagt fjölmargar Íslandsferðir fyrir Dani. Þá er bók hennar um Íslandsferðir danska listmálarans Johannesar Larsens, Listamaður á söguslóðum, sem út kom í Danmörku 2004, og í íslenskri þýðingu 2015, mikilvægt framlag til menningartengsla landanna.
Lesa meiraHátíð Jóns Sigurðssonar
Á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl n.k., verða verðlaun Jóns Sigurðssonar veitt í 12. sinn. Verðlaun Jóns Sigurðssonar eru veitt konu, manni eða félagasamtökum sem unnið hafa verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar.
Lesa meiraOpnun sýningar í Jónshúsi
Kappar og fínerí í anda Ingibjargar E er sýning eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur, myndlistakonu.
Föstudaginn 5. apríl var sýningin opnuð og lögðu margir leið sína í Jónshús þennan sólríka dag til að vera við opnunina.
Lesa meira
Kappar og fínerí í anda Ingibjargar E.
Guðrún Gunnarsdóttir sýnir víra - og vatnslitaverk í Jónshúsi.
Verið velkomin á opnun sýningar “kappar og fínerí”(Í anda Ingibjargar E.)

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.
Lesa meiraFræðimaður segir frá þriðjudaginn 19. mars kl. 17:30.
“Geirfuglinn: Sýnin á Dýrafræðisafni Kaupmannhafnar og aldauði tegunda”
Lesa meiraMeð allt á hreinu - Sing Along
Húsið opnar kl.19 og myndin verður sett í gang kl.20.
Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa léttar veigar, íslenskt nammi og aðra hressingu á staðnum.
Allur ágóði af sölunni rennur til kvennakórsins Dóttir.
Lesa meira

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 10. mars kl. 14 í Skt. Pauls kirkju
Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi eftir guðsþjónustu í umsjón Kvennakórsins í Kaupmannahöfn. Allir velkomnir
Lesa meira
Sýning Sigurrósar Eiðsdótttur, SUND,
Föstudaginn 8. febrúar var sýning Sigurrósar Eiðsdótttur, SUND, formlega opnuð í salnum í Jónshúsi. SUND er röð ljósmynda eftir Sigurrós sem hún hefur klippt og endurraðað.
Margt var um manninn við opnunina og var sýningunni gerður góður rómur. Nokkrar myndir hafa verið seldar, þó er enn hægt að tryggja sér mynd.
Lesa meira