Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Barnakþl

9.12.2018 : Aðventuhátíð í Skt. Pauls kirkju og heitt súkkulaði með rjóma í Jónshúsi

Sunnudaginn 9. desember klukkan 14 verður hin árlega aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Danmörku haldin hátíðleg í Skt. Pauls kirkju. 

Að lokinni aðventuhátíðinni í kirjunni er öllum boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í Jónshúsi.

Lesa meira
6.desember 2018

5.12.2018 : Alþingi býður til opnunar nýrrar sýningar í Jónshúsi.

Heimili Ingibjargar og Jóns.
Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852 - 1879.

Fimmtudaginn 6. desember kl. 17. - 20.

Boðið verður upp á jólaglögg og eplaskífur.

Kórarnir sem hafa aðstöðu í Jónshúsi munu syngja jólalög.
 
Allir velkomnir

Lesa meira

3.12.2018 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni 36 gildar umsóknir um dvöl í fræðimannsíbúðinni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:  

Lesa meira

29.11.2018 : Fullveldinu fagnað á Norðurbryggju

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins fer fram vegleg hátíðardagskrá á Nordatlantens Brygge laugardaginn 1. desember 2018 frá kl. 15-20.

Hátíðardagskráin er sniðin að öllum aldri og munu nokkrir af ástsælustu skemmtikröftum íslensku þjóðarinnar stíga á stokk.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

5.11.2018 : Handavinnudagur í Jónshúsi - þriðjudaginn 6. nóvember.

Segjum söguna með útsaumi og prjónakvöld Garnaflækjunnar. Lesa meira
Falki-stor

24.10.2018 : Aðalfundur Íslendingafélagsins

Verður haldinn föstudaginn 26. október klukkan 18:00 í Jónshúsi.

Lesa meira
Maranges

19.10.2018 : Sunnudagur 21. október

Íslensk guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju kl. 14:00.

Sunnudagskaffihlaðborð kl. 15:00 í Jónshúsi 

Kaffihlaðborð með brauðtertum og hnallþórum að hætti Kvennakórsins. 
Fullorðnir 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára. 

Allir velkomnir

Lesa meira
Kammerkórinn Staka

16.10.2018 : Nordisk lys i mørket

Kammerkórinn Staka heldur tónleika sunnudaginn 21. október klukkan 15.00 í Taksigelseskirken í Kaupmannahöfn.

Haustið 2018 hefur íslenski kammerkórinn Staka safnað saman tónlist frá norðurlöndunum sem fjallar um hið djúpa myrkur í náttúrunni og sálinni, sem þrátt fyrir allt kemst ekki hjá því að vera uppljómað af þrjóskukenndri birtu ljóss og vonar.

Lesa meira
IIngibjörg Einarsdóttir

9.10.2018 : Segjum söguna með útsaumi

Um þessar mundir er verið að endurgera þriðju hæðina í Jónshúsi, þar sem þau Ingibjörg og Jón bjuggu frá 1852 til dauðadags, 1879. Í því sambandi leitum við nú að sjálfboðaliðum til að taka þátt í að endurskapa heimili þeirra hjóna.

Lesa meira
Dr. Ólafur Þór Ævarsson

8.10.2018 : Fræðimaður segir frá

Á morgun þriðjudaginn 9. október kl. 17:00 ætlar Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og fræðimaður í Jónshúsi ætlar að fjalla um Streituskólann- kulnun í starfi og sjúklega streitu.

Allir velkomnir.

Lesa meira
Hús

1.10.2018 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar 2019 til 17. desember 2019. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira
Vaabenskjoldtrans

26.9.2018 : Haustfundur Dansk-Islandsk Samfund í Jónshúsi

Á fundi hjá Dansk-Islandsk Samfund fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 verður fjallað um leið Íslands frá fullveldi 1918 til sjálfstæðs lýðræðisríkis 1944.

Lesa meira

20.9.2018 : Krílasöngur

Svafa Þórhallsdóttir söngkona og kórstjóri verður með 
tónlistarstund fyrir ungabörn 3 - 12 mánaða í dag klukkan 11:00.
Aðgangur ókeypis og að loknum kCoAHp7D7SoyywYyUI1FMUgrílasöng er foreldramorgunn. 

Lesa meira
Spilavist

18.9.2018 : ICELANDAIR-vist (félagsvist)

Allir velkomnir, skráning nauðsynleg.

Lesa meira
Félag fyrrverandi Alþingismanna

12.9.2018 : Heimsókn í Jónshús

Þriðjudaginn 11. september kom hópur fyrrverandi alþingismanna og makar í heimsókn í Jónshús. 

Lesa meira
14435386_615987991859829_3605075367457087148_o

10.9.2018 : Fermingafræðsla - kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir fermingafræðslu veturinn 2018/2019 verður haldinn í Jónshúsi kl. 18:00 þann 11. september.

Fyrirkomulagið fræðslunnar verður kynnt en það er í samstarfi við Íslensku kirkjuna í Svíþjóð.

Skráning fer fram hjá prestinum okkar, sr. Ágústi, í netfangið prestur@kirkjan.dk eða síma 3318 1056

Lesa meira

10.9.2018 : Réttarball í Kaupmannahöfn

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir dansleik í síðasta föstudag í september.

Lesa meira
Garnaflaekjan

31.8.2018 : Prjónakaffi Garnaflækjunnar

Hefst eftir gott og hlýtt sumar á þriðjudaginn 4. september klukkan 18:30 til 21:30.

Allir sem hafa áhuga á handavinnu eru velkomnir.

Lesa meira

16.8.2018 : Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Skólasetning laugardaginn 18. ágúst klukkan 11:00. 

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

9.8.2018 : Fræðimenn segja frá

Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. Fræðimennirnir sem nú dvelja í húsinu halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst.

Lesa meira
Síða 1 af 15