Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Carl og Johanna Sæmundssen

3.8.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrk

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Fjölskyldusjóði Carl Sæmundssen og eiginkonu (Carl Sæmundsen & hustrus Familiefond). Styrkir eru veittir til verkefna sem stuðla að þróun á dansk-íslenskum tengslum. Úthlutað er alls allt að 50 þúsund dkr.

Lesa meira
Íbúðarleit

28.7.2021 : Íbúðarleit

Nú eru margir að leita sér að húsnæði á Kaupmannahafnarsvæðinu.  Dagmar Þórisdóttir hefur tekið saman lista hvar hægt er að leita að húsnæði.

Ertu í íbúðarleit, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

Lesa meira

1.7.2021 : Jónshús lokað vegna sumarleyfa til 31.júlí

Húsið er lokar frá 1. júlí til og með 31. júlí. Jónshús opnar aftur sunnudaginn 1. ágúst.
Gleðilegt sumar.

11.6.2021 : „Vinur minn“ er sýning með kærum vinum sem vinna með vinahugtakið.

Laugardaginn 7. ágúst verður formleg opnun sýningar Guðna Más og Steinunnar Helgu.

Lesa meira

2.6.2021 : Fræðimaður segir frá

Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og fræðimaður mun halda kynningu á eldsumbrotunum í Jónshúsi nk. miðvikudag, 2. júní. kl. 13.
Þar mun hann sýna tvö stutt myndbönd um gosið, ræða þennan jarðfræðilega viðburð, og svara spurningum. Þá hefur hann meðferðis sýni af yngsta bergi á jörðinni fyrir þátttakendur að skoða og handleika.

Lesa meira

17.5.2021 : Böðvari Guðmundssyni veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar 2020

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2020 féllu í hlut Böðvars Guðmundssonar, rithöfundar, ljóðskálds, leikskálds og fyrrverandi kennara. Böðvari voru veitt verðlaunin fyrir framlag hans til að stuðla að blómlegri menningar- og félagsstarfsemi í Jónshúsi, en í september 2020 var hálf öld liðin frá því að Jónshús varð miðstöð félags- og menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

10.5.2021 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 27 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.

Fræðimenn sem fengu úthlutun, fyrir utan þá sem bættur var dvalartími, eru:

Lesa meira

22.4.2021 : Jónshús opnar

Jónshús opnar, hægt og rólega.

Frá og með þriðjudeginum  21. apríl verður Jónshús opið, á venjulegum tímum, en með takmörkunum í takt við fyrirmæli yfirvalda varðandi fjölda, fjarlægð og hreinlæti.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

12.3.2021 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021-22

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi.

Lesa meira

8.1.2021 : AA - fundur á sunnudögum.

Vegna fjöldatakmarkana falla AA fundur niður.

5.1.2021 : Yfirlit yfir starfsemi og viðburði í Jónshúsi 2020

Starfið í hófst með krafti. Spennandi ár var í vændum þar sem fagna átti 50 ára starfsafmæli hússins þann 12. september. En margt fór öðruvísi en ætlað var. Hér fylgir yfirlit um það helsta sem gerðist á árinu.

Lesa meira

9.12.2020 : Fjallkonan fríð

Sigrún Eldjárn sem nú er fræðimaður í Jónshúsi opnaði sína þriðju einkasýningu í Jónshúsi á laugardaginn 5. desember. 

Í ár er fjallkonan okkar sem er viðfangsefnið. Hún er hér sýnd í ýmiss konar óvæntu ljósi.
Um er að ræða myndir unnar með blýanti og vatnslitum á pappír.

Myndirnar eru til sölu og allar gerðar á árinu 2020. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss.

Lesa meira

3.12.2020 : FJALLKONAN FRÍÐ – opnun

Sigrún Eldjárn sem nú er fræðimaður í Jónshúsi opnar sína þriðju einkasýningu í Jónshúsi á laugardaginn.

Vegna samkomutakmarkana verður ekki um hefðbundna sýningaropnun að ræða en bæði á laugardegi 5. des. milli 16 og 18 og á sunnudeginum 6. des. milli kl 13 og 17 mun Sigrún vera á staðnum og taka á móti gestum.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

24.11.2020 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2021. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 34 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.

Fræðimenn sem fengu úthlutun, fyrir utan þá sem bættur var dvalartími, eru:

Lesa meira

23.10.2020 : Fræðimaður segir frá

Lilja Árnadóttir, fræðimaðurinn sem nú dvelur í Jónshúsi. 

Flutti erindi sem hún kallarði 
,,Spor miðalda í íslenskum útsaumi” miðvikudaginn 21.október 2020.

Lesa meira
Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

10.10.2020 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2021. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

6.10.2020 : Félag heldri borgara í Kaupmannahöfn

Félag heldri borgara í Kaupmannahöfn og nágrenni var stofnað í september 2019. Markmið þessa hóps er að sameina Íslendinga á besta aldri sem búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið). Haldnir verða ýmsir viðburðir svo sem félagsvist, fræðslufundir, þorrablót og fleira, með það að leiðarljósi að bjóða upp á skemmtun og afþreyingu og í leiðinni efla tengslanet fólks. Hópurinn mun hafa aðsetur í Jónshúsi og mun dagskráin að mestu leiti fara fram á daginn.

Lesa meira

15.9.2020 : Fermingarguðþjónusta

Sunnudaginn 20. september verður fermingarmessa á vegum íslenska safnaðarins í Esajas kirkju. 

Fjögur börn verða fermd í messunni. Því miður þá verðum við að takmarka fjölda þátttakenda vegna fjöldatakmarkana sem nú eru í gildi. Því veitum við fermingarfjölskyldunum forgang í þessa messu og treystum því að aðrir síni því skilning. 

Við hlökkum mikið til að geta boðið upp á hefðbundið helgihald á nýjan leik.

4.9.2020 : Afmælishátíð í Jónshúsi frestað.

Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar hefur ákveðið að fresta afmælishátíð sem halda átti í Jónshúsi 12. september nk. í tilefni þess að þá eru 50 ár liðinn frá því að Jónshús var opnað sem miðstöð félags- og menningarlífs Íslendinga í Kaupmannahöfn.Um leið og aðstæður leyfa verður blásið til afmælisfagnaðar og vonandi ekki innan of langs tíma.

Lesa meira

27.8.2020 : Inga Dóra Sigurðardóttir sýnir í Jónshúsi

Laugardaginn 23. ágúst opnaði sýning Ingu Dóru Sigurðardóttur, Náttúrudraumar á sal Jónshúss.

Lesa meira
Síða 1 af 20